Langaði að fá álit ykkar á þessari tónlistarhátíð.(http://www.musicfest.is/) Persónulega skil ég ekki upp né niður af hverju þetta er kallað tónlistarhátíð. Þetta er skelfilega illa skipulagt og aðkoman að þessu er svo þröng að þeir geta nánast kennt sér sjálfir tónlist. Síðast heyrði ég að það eru 120 sem koma að hátíðinni en 70 sem hafa skráð sig á námskeiðin/tónleikana.
Svo er tímasetningin skelfileg, flestir heilbrigðir nemendur eru í vinnu kl 1 á daginn. Námskeið kostar 30 þús í 3 klst, ég hugsa nú bara að hvaða kennari sem er myndi þiggja 30 þús fyrir 3 klst einkakennslu og spara fyrirhöfnina að kalla þetta einhverja hátíð og hafa þetta á skikkanlegum tíma.

Svo ef manni langar á tónleika sem eru á góðum tíma að þá þarf að borga 2200 nema maður panti (eins og ungt fólk panti miða, þá kostar hann 1100) eða maður þarf að borga 5500 (nemendur) til að fara á alla tónleikana sem er ekki séns maður hafi tíma og þol fyrir. Það er svo miklu hagstæðara að borga fyrir minn 1200 króna sinfó miða þar sem flutningurinn er borinn framm af fagmönnum ekki nemendum (sorry bara staðreynd).

Ef menn ætla að hafa hátíð fyrir ungt fólk að þá verða menn að fá styrki (ekki erfitt þar sem þetta er framtíðarfólk) og hafa þetta frítt (hæfustu/þurfustu komast að) og allir hinir fá að fylgjast með eins og masterklassar eru hannaðir.
//