Góðan dag.

Er að vinna í heimildarritgerð um J.S. Bach, verk hans og ævi. Það er þó ekki frásögufærandi nema hvað rebellinn ég þarf alltaf að fara aðrar leiðir og hef ég ákveðið að nota helstu verk hans sem heimildir. Að vísu er einhver klausa um líf hans, störf og börn og það allt.

En mig vantar pínu hjálp þar sem ég hef eiginlega ekki tíma til að fara í gegnum öll verkin hans.

Ég er náttúrulega með stuff eins og Toccata & Fugue, Brandenburg Konsertinn, Konsert fyrir tvær fiðlur í Dm, Prelúdíu í C (Ave Maria) og St. Matthews Passion sem ég man eftir í fljótu bragði. Er eitthvað meira (og kannski mikilvægara) sem ég ætti að fjalla líka um?

Þið megið líka endilega koma með skoðun ykkar á þessum (og fleiri) verkum. Ég kannski quota ykkur en ég má nota eina vefheimild :p

Með von um góð svör,
smeppi

Bætt við 13. apríl 2008 - 15:28
Afsakið, ég meina að sjálfssögðu Brandenburg Konsertana.
indoubitably