Mér fannst líklegra að fá góð svör hér en á hljóðfæraáhugamálinu …


Þessa spurningu fann ég í Trivial Pursuit:

Hvaða hljóðfæri er bassarödd fiðlufjölskyldunnar?

Ég hugsaði strax að það væri auðvitað kontrabassi. En nei, svarið er selló. Er það rétt? Ég lærði alltaf að kontrabassinn væri bassaröddin. Ég taldi selló svona nokkurnveginn bariton eða eitthvað …

Hvað er rétt í þessu?


Svo var annað merkilegt sem ég fann tengt hljóðfærum, en það var orðið saxafónn … Smámunasemi í mér að láta þetta fara í tauganrar á mér :P