Grieg. Það er yndisleg tónlist, létt og leikandi (fyrir utan kannski Ase's Death). Það er mjög mikill norrænn svipur yfir lögunum hans Grieg. þú getur líka hlustað á Dvorák, Largo eða “New World Symphony”. Þú kannast ábyggilega við stefið sem er í þeirri sinfóníu, mjög frægt.
Svo er náttúrulega píanótónlist eftir Debussy og Chopin er voðalega góð, en eins og sumt eftir Chopin veit ég að er svakalega drungalegt og þungt. Clair de Lune má nefna eftir Debussy sem er mjög fallegt (eitt af uppáhalds lögunum mínum). Alveg einstaklega fallegt.
Ef þú vilt fá barrok þá mæli ég með Vivaldi, The Four Seasons. Létt og leikandi, sérstaklega Vorið. Rosalega flott lögin sem fylgja því, en ég mæli með því að þú lesir sonnetturnar hans Vivaldi áður en þú hlustar á þetta því að þá skilurðu hvað hann var að hugsa.