Þar sem ég er svo flippaður ætla ég að gera framhaldsþráð um þetta þar sem ég vona að fólk haldi bullinu og alhæfingunum í lágmarki.


Rokkið inniheldur texta og það er mjög taktfast. Þetta eru einkenni sem mér finnst persónugera rokkið hvað mest. Rokk er fyrir mér söngljóð með sterkum takti, blanda sem hafði ekki komið áður fyrir í klassískri tónlist svo ég viti (rokk er semsagt allt frá britney spears til SigurRósar niður að Opeth til Led Zeppelin, skilgreiningin popp er mismunandi eftir tíma og því ófullnægjandi í þessu samhengi). Að þessu leiti er rokkið eitthvað nýtt. Tónfræðilega séð er það mjög formúlukennt (miðað við þá þekkingu sem við höfum um tóna í dag!) og það byggir í öllum (vinsælu) tilvikum sem ég hef skoðað á reglum sem hægt er að leiða út frá eðlisfræði (dapurlegir hljómar innihalda einfaldlega tóna sem eyða hvor öðrum út að hluta og eru lágværari, angurvær og dapurleg hljómaskipti endurnýja ekki mikilvæga tóna og glaðlegir hljómar innihalda tóna sem styðja hvorn annan svo að hljómurinn verður hávær, svo dæmi séu tekin (hér er ég að tala um dúr og moll kerfið en að nota það í dag finnst mér svipa til að byggja úr legó-kubbum)). En þrátt fyrir að vera formúlukennt og gýfurlega gamaldags tónfræðilega getur það samt sem áður verið vel gert og af og til koma fram fallegar laglínur þar en þar sem þetta er samtímatónlist hefur tíminn ekki fengið að vinna sitt yfirgripsmikla flokkunarverk þannig að meira af “rusli” er í umferð og því meira áberandi.
Það að eitthvað sé formúlukennt er ekkert endilega neikvætt, auðvelt er að hlusta á slíka tónlist, gera eitthvað annað á meðan og missa ekki af neinu í tónlistinni. Í rokki leiðir textinn tónlistina og þess vegna virðist rokktónlistin sem slík statísk. Vegna textans á rokklag möguleika á að verða sem heilt listaverk jafngott og sinfónía, þó á tónlistin sjálf möguleika á að verða betri, fjölbreyttari og víddmeiri í sinfóníum, ofurgæði sinfóníunnar vega upp textaleysið.

Klassík snýst aðeins um tónlist, abstrakt byggingu hennar og ekkert annað. Þar er tónlistin algjörlega ábyrg á boðskap og framvindu (að eitthvað sé að gerast) verksins. Að sjálfsögðu eru gerðar meiri kröfur á tónlistina sjálfa. Til að mynda eru fiðlur þverbandalausar til að þær spili algjörlega ófalskt á meðan rokkararnir (og þeir sem semja fyrir ósérstillt píanó reyndar líka) láta sig hafa það þótt tónlistin sé lítillega fölsk, öll hljóðfæri sem notuð eru í sinfóníuhljómsveit eru fínstillanleg af hljóðfæraleikaranum á meðan hann spilar, þannig að allir hljómar eru ófalskir (tónninn sem er þríundin í hljóm er aðeins hærri í mollhljóm og aðeins lægri í dúr hljóm og tónninn sem er sjöundin er líka stilltur öðruvísi, það er þó flóknara. Þetta skiptir líka máli í laglínum, þar þar gilda sömu reglur um þriðja og sjöunda tónninn í tóntegundinni held ég, ég veit það annars ekki með fullri vissu. Söngvarar og klassískir hljóðfæraleikarar (fyrir utan hljómborðshljóðfæri) byrja að gera þetta ósjálfrátt með tímanum.)
Klassíska tónlistin sjálf ber oftast í sér miklar tilfinningar, mun meiri en rokkið (eðlilega, þar sjá söngvarinn og textinn að mestu leiti um slíkt).
Svo er eitt lokaatriði sem klassík hefur fram yfir rokkið. Vissulega hefur verð samin léleg klassík, langdregin og tilfinningalaus sinfóníuflykki EN það er allt gleymt, grafið og er aldrei spilað né tekið upp, einfaldlega vegna þess að tónskáldin sem hefðu getað dælt peningum í að neyða alla til að hlusta á tónlist sína eru einfaldlega öll dáin og tíminn hefur flokkað bestu verkin út, tónskáld þurfa ekki að verða vinsæl og sponsoruð til að fólk hlusti á þau í dag. Möguleikarnir sem ég talaði um áðan eru vel nýttir í þeirri tónlist sem hefur lifað af til dagsins í dag.
Rokkið mun að öllum líkindum einnig njóta þessara “yfirburða” í framtíðinni.