Hvert er ykkar uppáhalds tónskáld?

Persónulega þá get ég ekki gert upp á milli Grieg og Debussy. Grieg semur svo óendanlega fallega tónlist, það sama á við Debussy. Þeir eru náttúrulega báðir frá sama tónlistarlegu tímabili og lögin þeirra þannig séð mjög lík, en samt rosalega ólík. Í lögum Grieg má alltaf finna einhvernskonar norrænan blæ, ævintýra blæ sem minnir mig á álfa og tröll. Tónlist eftir Debussy er með raunverulegum blæ, ef hægt er að komast þannig að orði. Það er alveg eins og hægt sé að bera tónlist hans við eitthvað sem er að gerast í raunveruleikanum. Golliwogg's Cakewalk minnir mann á fjölleikahús og Clair de Lune á samspil sólar og tungls.

Debussy og Grieg eru allavega þeir tveir snillingar sem ég held hvað mest upp á.