Ég skil ekki afhverju sá ágæti maður ætti að vera mesta tónskáld okkar tíma. Ok hann samdi Simpsons-lagið en það er ekki eins og það sé eitthvað mikið frumlegt eða mikið nýtt í því. Tónlistin fyrir Nightmare Before Christmas er ekkert spes (klisjum ofhlaðin væmnistónlist) og ég hef ekki heyrt neitt meira frá honum. Tónlist hans sýnir ekki merki um neinar almennar framfarir í tónlist, enda er tónlist hans ekkert að reyna það, hún er fín í það sem hún er notuð í. Að kalla Danny Elfman mesta tónskáldið endurspeglar nú bara vanþekkingu, eða vanhlustun á perlum tónlistarsögunnar.