Ég hef spilað eitthvað eftir alla þessa gaura… Reyndar þá er JS Bach að fara meira í taugarnar á mér en Mozart (hef sem betur fer ekki spilað mikið eftir hann) og reyndar er Beethoven orðinn svolítið leiður (Für Elise er ekki skemmtilegt lag til lengdar) en reyndar er Moonlight Sonata alveg yndislegt verk, sem ég hef reyndar ekki fengið að æfa heldur bara svona verið að leika mér heima…
Burgmüller er fínn og Czerny líka, ekki eins hefðbundnir og áðurnefndu herrarnir en samt er ég meira fyrir Grieg, Tchacovski eða Kabelevsky (og Debussy) ég hef bara ekki fengið að spila eins mikið eftir þá eins og þessa endalausa Bacha. Hnotubrjóturinn, Svanavatnið eftir Tchacovski er náttúrulega bara snilld og svo In the hall of the mountain king eftir Grieg er náttúrulega bara snilld. Like I said… Impressionism…