Mér hefur verið sagt að ég hafi gott tóneyra. En hvernig get ég verið viss um að ég hafi það. Ef ég hefði það þá þætti mér það mjög ánægjulegt. Ég myndi fara á spila að spila klassíska tónlist eftir vivaldi en útsetja það á önnur hljóðfæri. Vonandi er banjó kennsla í gangi. En einnig þætti mér afar gaman ef ég hefði góð lungu til í að spila á málmblásturshljóðfæri. En ég efast verulega um það. Undanfarna daga hef ég verið að hlusta mjög mikið á óperur, en núna er mig farið að skorta fjölbreytni í daglegan
tónlistarhlustun mína. Ætti ég kannski að fara yfir í jazz eða
blús!!! :D Það yrði alveg meiriháttar stuð!!!!
Mér hefur verið sagt að það sé fjölbreytt úrval af hljóðfærum í búð í Skipholti. Ég hef aldrei prufað að spila á hljóðfæri opinberlega en ég hef áður spilað á blokkflautu fyrir bekkjarfélaga mína… hér í denn tíð.
Mínir uppáhalds tónlistarmenn tilheyra fotíðinni, þeir eru of margir til að ég get fest þá hér niður á blað… :D eða réttara sagt tölvuskerminn. En nú held ég að það sé komið nóg í bili, því að nú þyrfti ég að huga að tónlistinni sem ómar……