Ég sá hérna þráð um Led Zeppelin í útfærslu sinfóníuhljómsveitar og langaði að benda á að hljómsveitin Radiohead hefur fengið svipaða meðferð. Fyrst hjá píanóleikara að nafni Cristopher O'Reilly, en hann gaf út disk sem hét True Love Waits með úrvali Radiohead-laga. (Reyndar skilst mér að þessi píanóleikari sé nokkuð frægur.)

Svo er það strengjasveitin The Section sem gaf út diskinn Strung out on OK Computer sem inniheldur útsetningar þeirra á lögunum af OK Computer. The Section hefur reyndar gefið út diska með lögum eftir aðra flytjendur m.a. Björk.

Ég mæli með þessu bæði fyrir Radiohead aðdáendur og unnendur klassískrar tónlistar, spillir ekki fyrir ef maður er bæði eins og ég. Fyrir þá sem vilja nálgast þetta þá hef ég séð True Love Waits diskinn til sölu í plötubúðum en diskinn með The Section er trúlega auðveldara að finna á DC.