Ludwig Van Beethoven er eitt merkasta tónskáld allra tíma! (allavega í úppáhaldi hjá mér hehe) Ég nenni ekki að fara útí æviágrip eins og margir aðrir en það sem mig langar að fjalla um eru nokkur atriði sem fæstir vita um Beethoven, kasnki er einhver fótur fyrir þessu, kanski er þetta bara tómur uppspuni.
Ég raskt á kvikmynd um daginn sem var um líf Beethovens og bræðra hans. Myndin heitir Immortal Beloved og er alveg ágætis mynd. Þar kemur fram meðal annars hinn mikli fjöldi áskvenna Beethovens, en finnst engum skrýtið að hann sé barnlaus miðað við allar kærusturnar?
Í þessari kvikmynd er bent á að Ludwig hafi kanski átt son. Þegar hann var ungur maður trúlofaðist hann kærustunni sinni og ætlaði að hitta hana á hóteli. En þetta sama kvöld sem þau ætluðu að hittast á hóteli var vont veður, svo Beethoven varð seinn. Ástkiona hans beið eftir honum en einmitt þegar Beethoven loksins kom var hún á leiðinni niður úr hótelherberginu. Ludwig fór aðra leið að hótelherberginu en hún kom niður svo þau rétt misstu af hvort öðru.
Bæðu héldu þau að hitt hefði svikið sig, svo fyrrverandi ástkona Beethovens giftist bróður hans, Casper Van Beethoven. Hún eignaðist son skömmu eftir þetta, en hann var ekki sonur Caspers, hann var sonur Ludwigs. Það mátti sjá af píanóhæfileikum hans allavega. En hann var óhamingjusamur undir stjórn föður síns svo hann reyndi að fremja sjálfsmorð, sem mistókst. Hann flutti til móður sinnar og sá Ludwig aldrei framar.