Hér ætla ég að telja upp 7 mögulega kandidata fyrir skiptingu á núverandi þjóðsöng Íslendinga og raða þeim í röð sem mér finnst koma best til greina. Tek þó fram að ég er ekki hlyntur skiptingu en vil þó vekja athygli á öðrum lögum.


7. Öxar við ána - Helgi Helgasson
Kostir: Mjög íslenskt lag og aðgengilegt. Hefur allt sem þjóðsöngur ætti að hafa nema textann.
Ókostir: Texti takmarkast mjög að ættjarðaróðalinnu Þingvöllum. Þetta lag gengur því bara best upp sem þjóðhátíðarlag.

Einkunn upptöku 2/5
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=FBfWpNp2QvA


6. Ísland er land þitt - Magnús Þór Sigmundsson
Kostir: Vinsælt lag og mjög aðgengilegt.
Gallar: Lagið er 0% íslenskt, gæti verið eurovision lag frá Búlgaríu, textinn fjallar mjög lítið um íslenska náttúru. Ljóðrænt séð er það í mjög miklu ósamræmi.

Einkunn upptöku 3/5
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=68KcTEsjDLg


5. Lands míns föður - Þórarinn Guðmundsson
Kostir: Vandað lag með auðveldri melodíu. Mjög íslenskur blær í laginu.
Gallar: Ljóðið er frekar þungt í skilningi, auk þess sem lagið er mjög dimmt og virðist frekar vera jarðafaramars heldur en hátíðarlag.

Einkunn upptöku 4/5
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=xy2e_5cpZH4

4. Rís þú unga Íslands merki
Kostir: Bjart lag við snilldarljóð Einars Benediktssonar, hollusta við fánann(merkið) sem einkennir marga góða þjóðsöngva.
Gallar: Lagið er alltof mikið kórlag, það er lítið grípandi og þungt að syngja.

Einkunn upptöku 2/5
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=x4UWaX14Uzw

3. Ísland vort land - Árni Thorsteinsson
Kostir: Textinn lýsir íslenskri náttúru vel og lagið sjálft er ótrúlega íslenskt, laus við trúarlegt efni og ótrúlega fjölbreytt.
Gallar: Lagið er erfitt að syngja þegar allir syngja hver “með sínu nefi”. Laglínan er ekki rosalega aðgengileg hinum ómúsikalska Íslendingi.

Einkunn upptöku 5/5
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=YwG-6zwhzic

2. Hver á sér fegra föðurland - Emil Thoroddsen
Kostir: Tignalegt og ótrúlega fallegt lag.
Gallar: Inniheldur lítið en þó eitthvað af trúarlegu efni, lagið hefur ekki þetta grípandi laglínu sem er stór kostur við góð þjóðlög.

Einkunn upptöku 1/5 (eina sem til er á youtube)
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=awZLJuMAxAY


1. Ísland ögrum skorið - Sigvaldi Kaldalóns
Kostir: Lagið er stutt, vinsælt,aðgengilegt og auðvelt að syngja óraddað og raddað. Textinn inniheldur ekki trúarlegt efni, þó svo það sé hægt að túlka skaparann sem guð, þá er skaparinn hér Ísland, ekki guð.
Gallar: Einum of stytting og einföldum á þjóðsöngi miðað við núverandi, of einhæfir hljómar en það er auðvitað smekksatriði.

Einkunn upptöku 3/5
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=wXnZF_VIvqA

Núverandi Þjóðsöngur
Kostir: Kórverk á heimsmælikvarða, óendanlega falleg útsetning. Melodískt og liggur hátt. Íslenskur endurreinarandi sterkur í laginu.
Gallar: Trúarleg innskot og ekki þessi stuðbolti. En hvað með það, þetta er svo ótrúlega fallegt verk!

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=cUhKznybc3Y
//