Þetta er heimildarritgerð sem ég gerði fyrir íslensku og vildi ég deila henni með ykkur og vona að hún gefur ykkur innsýn í líf meistarans ! :)

Ekkert finnst mér betra en að slappa af eftir langan dag og setja Ludwig van Beethoven í spilarann. Hann gefur mér innblástur og ró á góðum og vondum tímum, hvort sem það eru sónöturnar hans eða mikilfenglegu sinfóníurnar. Margir hafa örugglega pælt í því hvernig heyrnarskertur maður og undir lokin heyrnarlaus gat skapað og flutt slík meistaraverk. Ég get ekki svarað því en ég ætla að reyna að veita þér innsýn í margbrotna líf hans og atburði sem eru uppskriftin að þessum meistaraverkum.

Ævisaga Ludwig van Beethoven í stuttu máli

Æska og uppruni Beethovens
Beethoven mælti:
„Tónlistin er æðri opinberun en öll viska og heimspeki. Sá, sem öðlast skilning á tónlist minni, leysist frá allri þeirri eymd sem þjáir aðra menn.”( http://this.is/havalla/4.html)
Ludwig van Beethoven á ættir sínar að rekja til flæmska hluta héraðsins Brabants í Þýskalandi og komu þeir af ættkvíslinni Mechelen. Mikael van Beethoven bakarameistari var forfaðir þeirra og átti hann konu er hét Lovísa Stuyckers. Hjónin eignuðust son árið 1712 og bar hann nafnið Lúðvík van Beethoven, þessi maður var afi Beethovens og hann var fyrsti tónlistarmaðurinn sem var þekktur í þessari fjölskyldu. Fimm ára gamall var hann tekinn í kirkjukór í Mechelen og um tvítugt var hann orðinn þekktur tenórsöngvari í kirkju heilags Péturs í Leuven. Hann flutti til Bonn út af fyrirskipun kjörfurstans af Köln sem vildi ráða hann sem tónlistarmann í hirð sinni. Árið 1733 kvæntist hann Maríu Jósef Pohl og eignuðust þau þrjú börn, tvö þeirra dóu enn Jóhann van Beethoven lifði og var það faðir Beethovens.
Jóhann van Beethoven faðir Beethovens var mikill drykkjumaður en einnig alvarlegur, samviskusamur og ráðdeildarsamur. Hann kvæntist laglegri konu að nafni María Magdalena Keverich árið 1770 í borginni Liége en flutti þaðan sama ár til Bonn að Bonngötu 515.
Þar eignuðust þau Beethoven líklega 16.desember 1770 ( um fæðingardaginn er ekki vitað nema að hann var skírður daginn eftir og var það vani á þessum dögum að skíra börn daginn eftir þau fæddust) auk sex annara barna. Beethoven var annað barnið í röðinni og var hann ásamt þremur bræðrum sínum sem lifðu.
Beethoven var talinn eiga góða æsku með fjölskyldu sinni; hann gekk í skóla og var duglegur í námi og lék sér með vinum sínum. Allt þetta breyttist þegar móðir hans dó og faðir hans varð ágengari í vínið og varð skapmeiri. Fjölskyldan fluttist að Rínargötu og tóku búfestu í ‘’Fischer húsinu’’.
Föður hans leist ekki nógu vel á Beethoven og fannst hann vera innhverfur og hneigður til heilabrota. Hann sá þó að hann bjó yfir miklum tónlistarhæfileikum og reyndi að kenna honum og gera úr honum einskonar ‘’undrabarn’’ eins og Wolfgang Amadeus Mozart og hélt hann tónleika þegar Beethoven var aðeins átta ára gamall en auglýsingin sagði að hann væri sex ára gamall, en hann var óþolinmóður og frekar lélegur kennari svo hann lét aðra menn sem sáu hæfileikana í honum kenna Beethoven og eru þrír menn sem eru taldir hafa haft mikil áhrif á hann og var það hirðorganleikarinn van den Eeden, Franz Georg Rovantini sem kenndi honum á fiðlu og Tóbías Friðrik Pfeiffer klaver og flautuleikari.
Það sem virkilega svalaði tónlistarþorstanum og þróaði hann í þennan meistara sem við þekkjum í dag voru andlegu straumar samtíðarinnar undir stjórn landsherrans Maximilian Franz og nýja reglulega tónlistarkennara hans Christian Gottlob Neefe.
Neefe hafði komið til Bonn til að taka við af óperustjóranum í Nýja þjóðleikshúsinu og seinna varð organleikari við hirð furstans, hann var mikill tónlistarsnillingur og skáld, einnig var hann hámenntaður. Hann fór að kenna Beethoven tíu ára gömlum og tólf ára gamall var hann þegar Neefe gerði hann að samverkamanni sínum við hirðina.
Beethoven verður að manni
Beethoven eða ‘’Spánverjinn’’ eins og sumir kölluðu hann vegan útlit hans. Þykkur, herðabreiður, í grænum kjól, grænum hnébuxum, með hárkollu og korða. Hann var að verða 17 ára og á þessum tíma kynntist hann Breuning fjölskyldunni sem saman stóð af Frú von Breuning sem var ekkja og börnunum hennar fjórum sem hétu Eleónóra, Cristoph, Stefán og Lórenz hinn yngsti . Beethoven var einnig mjög góður vinur og kennari barnanna og eyddi miklum tíma með þeim. Hann kynntist líka sínum fjórum helstu vinum sem hann var tryggur til æviloka og þeir hétu Franz Gerhard Wegeler, Ferdinand von Waldstein greifa og bræðrunum Gerhard og Karl von Kugelen.
Neefe mælti: ,,Hann mun verða mikill píanóleikari, Þessi ungi snillingur ætti skilið að njóta stuðnings til þess að ferðast’’ ( Erich Valentin 1963: 26 )
Beethoven gerði það og er hann varð 17 ára gamall pakkaði hann niður eigum sínum og flutti til Vínar þar sem Dittersdorf réð ríkjum og var heimabær Mozarts. Beethoven settist að á Schulerstræti hjá Mozart sem ætlaði að kenna honum, en Beethoven staldraði þar ekki lengi því fregnir höfðu borist til hans að móðir hans væri að deyja. Hann tók næsta vagn sem honum bauðst og hélt aftur heim til Bonn til að kveðja móður sína.
Eftir lát móður sinnar varð Beethoven þunglyndur og kvíðafullur og faðir hans drekkti sínum sorgum í brennivíni og það fór að halla undan fæti hjá honum. Nítján ára tók Beethoven heimili sitt og fjölskyldu í sína umsjá, hann hélt samt áfram vinnuskyldum sínum og andlegri ræktun og skráði sig í heimspekideild háskólans ásamt Antoni Reicha og Ferdinand Karl Kugelen. Beethoven nýtti frítíma sína með ,,Zehrgaren’’ hópnum sem stóð af Antoni, Ferdinand, Babette Koch og Eleónóru von Breuning, þau tóku þátt í samkvæmum, skemmtunum og rökræðum og á þessum tímapunkti samdi hann mikla tónlist undir áhrifum vinafólksins og samtímans.
Árið 1792 flutti hann aftur til Vínar og komst að því að Mozart væri dáinn. Hann ákvað að fara til Jósef Haydns og læra tónsmíði af þessum gamla virta meistara og hann samdi einhvern hluta úr þriðju sinfóníu sinni og fleiri snilld meðan þessum tíma stóð en þeim náði alls ekki vel saman og fannst Haydn hann vera alltof grófur í tónsmíðum og hann sagði að það væri erfitt að umgangast svona skapstóran, þrjóskan og frekan mann.
Heyrnarmissirinn og eldri árin
Velgengni og vinsældir Beethovens jukust gífurlega eftir hans fyrstu tónleika í Vín árið 1795 eftir mikla vinnu í að semja og spila og þurfti hann ekki að hafa áhyggjur af fjárhagnum því hann naut stuðnings yfirstéttamanna svo sem Prins Jósef Franz Lobkowitz, Gottfried van Swieten barón og mörgum öðrum. Honum fannst þessi fjárhagsstuðningur ekki nægur svo hann og félagi hans Prins Lichnowski fóru saman á tónleikaferðalag til margra stórborga í Þýskalandi og hittu þeir marga merka menn eins og kónginn Friedrich Wilhelm sem hann skrifaði tvær sónötur um og marga fleiri. Það stóð ekki lengi í blóma því um árið 1798 byrjaði hann að heyra einskonar dyn eða són í eyrum sínum og það kom í ljós að hann væri orðinn heyrnarskertur og brátt heyrnarlaus af völdum blý eitrunar var talið.
Þetta var mikil sorg fyrir hann og á einum tímapunkti hugleiddi hann sjálfsmorð en sá að það var vitleysa og flutti til lítils þorps sem heitir Heiligenstadt til að reyna að semja í friði og vinna bug á þessum kvilla er hrjáði hann.
Styrktaraðilum hans tók að fækka og hann átti í vandræðum með að afla sér til fjárs er hann fékk boð frá Jerome Bonaparte bróður Napóleon Bonaparte að vera vel launaður kapellumeistari í borginni Cassel en menn sem hétu Kinsky greifi, Erkihertoginn Rudolph og Lobkowits prins vildu halda honum í Bonn svo þeir buðu honum vænan styrk. Beethoven hélt þá til Bonn en þetta samkomulag fylgdi ekki eftir því Kinsky var kallaður til hernaðarskyldu og dó á hesti sínum í orrustu, Lobkowits hreinlega hætti að borga en Rudolph hélt loforð sitt en stríðið á móti frökkum setti strik í reikningin síðar og þurfti þá Beethoven að halda sér uppi með því að selja verkin sín og koma fram á tónleikum.
Heyrnin hans var byrjuð að versna en þó er það tímabil ,,Hetjutímabilið’’ sem hann var heyrnaskertur eða laus talið vera eitt af hans bestu tímabilum í að semja og flytja. Á þessum tíma samdi hann þriðju til áttundu sinfóníurnar og marga kvartetta og sónötur.
Þótt Beethoven var þekktur listamaður og ábyggilega ekkert ófríður maður gekk honum mjög illa í ástarsamböndum og var bónorði hans hafnað af mörgum konum. Fyrst er það Giulietta Guicciardi sem hann elskaði heitt en hún gat ekki endurgoldið ástina og kvæntist æskuvini hans Franz Wegeler og samdi Beethoven sína frægustu sónötu um hana sem ber nafnið ‘’Örlagasinfónían’’, Josefína Deym var sú fyrsta sem hann bað um að giftast sér en hún neitaði því en sá alltaf eftir því og loks er það Therese Malfatti sem hann tileinkaði ‘’Fur Elise’’ árið 1810 sem neitaði honum.
Árið 1815 veiktist bróðir hans Carl og eyddi Beethoven mestum tíma sínum hjá honum og eyddi miklum pening í að reyna bjarga lífi hans en hann dó stuttu eftir veikindin og reyndi Beethoven þá að ná forræði yfir syni hans er hét Karl, hann taldi móður hans Jóhönnu vera óhæfa og barðist hann lengi fyrir þessu og fór til hæstu valda þangað til hann fékk það sem hann vildi. Beethoven var haldinn þeirri áráttu að Karl þurfti allt það besta og hann sleppti aldrei auga af honum sem leiddi Karl til sjálfsmorðstilraunar á unglingsárunum, hann skaut sig í hausinn en lifði af. Seinna fór hann í herinn og kvaddi frænda sinn árið 1827 sem var ekki góður tími því Beethoven var mikið veikur þá og orðinn heyrnarlaus. Beethoven dó stuttu sienna í rúmi sínu 57 ára að aldri, við krufningu hans sáu menn miklar lifrarskemmdir sem voru líklega eftir mikla áfengisneyslu og er það ályktað að það hafi dregið hann til dauða. Hann fékk stóra útför og fylgdu um 20.000 manns kistunni hans að kirkjugarðinum í Wahring í Vín og var aðeins eitt skrifað á legsteinin hans ‘’BEETHOVEN’’.

Ég held að þessi stórmerkilegi maður var sendur niður á jörðina bara til að skapa stórfenglega tónlist og eru það örlögin hans sem gerði það að verkum að tónarnir pússluðust saman í hausinum á honum. Þessi heimildaritgerð hefur tekið mikinn tíma af mér en ætli maður sé bara ekki glaður í endann þegar maður hefur lært svo miklu meira og kafað dýpra í líf og verk helstu tónlistarhetju sína.