Saga slaghörpunnar. Tja ég átti að skrifa ritgerð fyrir tónfræði, datt í hug að skella henni hérna inn líka,

Saga Slaghörpunnar

Hér í þessari ritgerð, ætla ég að fjalla um píanó og sögu þess.

Talið er að fyrsta píanóið hafi verið smíðað svona í kringum 1700 og sú uppfinning er þar með eignuð manni sem bar nafnið Bartolomeo Cristofori. Cristofori var ítalskur hljóðfærasmiður og vann hann að þróun píanósins fram til dauðadags.

Píanó, var fyrst nefnt bæði fortepíanó og píanóforte. Piano þýðir veikt. Á íslensku er þetta nú oftast bara kallað píanó, flygill eða slagharpa. Orðið slagharpa er mjög lítið notað á íslenskri tungu. Piano þýðir á ítölsku veikt og forte sterkt.
Fortepíanó eða píanóforte er stytting af “gravicembalo col piano e forte” sem þýðir semball.
Semball var forveri píanós, það var fundið upp í kringum 1500.
Píanó var mjög lítið þekkt til að byrja með, en á sígilda tímabilinu og á því rómantíska þá varð það eitt af þeim vinsælustu hljóðfærum sem voru þá.
Helstu gerðar píanós eru tvær, upprétt píanó og flygill, á uppréttu píanó liggja strengirnir lóðrétt en á flygil lárétt.
Vitanlega hefur píanóið strengi, strengi sem slegnir eru á með hömrum, og hömrunum er síðan stjórnað með lyklaborði.
Nóturnar á lyklaborðinu eru síðan hvítar og svartar á litinn, sem er bara hefðbundinn litur á þeim.

Á fyrri tímum “klæddust” hamrarnir dádýrsskinni sem sá um að slá á stengina í samræmi við hvaða nótu sem þrýst hefði verið á, á lyklaborði. Nú á dögum klæðast hamrarnir flóka. Í öllum píanóum er járnrammi inn í þeim, og á járnrömmunum eru strengirnir festir á. Spennan á strengjunum er gríðarlega mikil og sagt er að spennan vegna strengjana sé ígíldi 30 tonn í píanóum í dag og þess vegna þarf ramminn að vera úr járni. Áður voru rammarnir úr tré svo úr því var ekki hægt að strekkja strengina mikið.

Píanó hafa þrjá pedala sem maður stjórnar með fótum.
Pedallinn sem er til hægri lyftir flókadempurunum af strengjunum svo að strengirnir “lifa” lengur eða við getum sagt að hljómurinn heldur áfram að hljóma. Miðju pedallinn heldur flókadempurunum uppi, bara þeim strengjum sem slegið er á meðan pedalnum er haldið niðri. Vinstri pedallinn færir virkni hljómborðsins og hamra til hliðar svo allavega einn af tveim til þrem strengjum tenórs- og sópranstrengja lenda ,, undir hamrinum” og hljóma.
Þegar maður slær tenór- eða sóprannótu á píanó þá slær hamarinn tvo til þrjá strengi sem hljóma allir eins. Bassanóturnar hafa bara einn streng hvern.

Það mætti nú að píanóið sé byggt af C-dúrtónstiganum.
Upphaflega voru nóturnar eða lyklaborðin mun fínlegri og minni og voru það þá aðallega konur sem spiluðu, því þetta hentaði ekki alveg stórum karlsmannshöndum.
Árið 1821 kynnti Sébastien Érard heiminum fyrir ,,tvöfaldri-losun” píanósins, endurtekning nótnanna varð örari. Á 8. áratug 18. aldarinnar voru fyrstu raunverulegu píanóverkin samin, og komu þau þar fram í sónötum Haydns og Mozarts.
Semballinn ,,hvarf” sem sagt mjög fljótlega því tónskáld okkar fyrri tíma kusu heldur hljómborðshljóðfæri með áslætti en sembalinn. Að hafa getað spilað sumar nótur veikar en aðrar sterkar veitti píanóleikurum og tónskáldum fleiri leiðir til sýna tilfinningar á framfæri í gegnum tónlist.

Árið 1825 voru gerðar seinustu endurbæturnar á píanói af Alpheus Babcock. Þeim karli datt sú fluga í hug að steypa pottjárnsramma og hafa þá í einu lagi því þá var hægt að nota miklu sverari strengi sem gerði það að verkum að þá var miklu betri strekking á strengjum eða allt að 18 tonna átak álíka eins og í nútímaflyglum. Þetta gerði píanóum kleift að hafa fullt tré í hljómstyrk í konsertum t.d. Brahms, Lizts og Rachmaninoffs.

Endilega segjið mér hvað ykkur finnst :)