Þar sem áhugamálið er frekar líflaust þá ákvað ég að skrifa smá grein. Meginefni hennar er þó ekki klassíkin sjálf heldur menningin í kringum hana. Í þessu tilviki er það kaffihúsamenningin í Japan sem hefur ákveðna tengingu við klassík.

Í Japan er gríðarlega stór kaffihúsa menning og það eru alveg gríðarlega mikið af kaffihúsum hérna. Allt frá litlum hverfis kaffihúsum upp í keðjur eins og Starbucks. Skemmtilegustu kaffihúsin eru náttúrulega þau sem hafa eitthvað þema eða einhverja skemmtun. Það hafa kannski einhverjir t.d. heyrt um Made Cafe sem er vinsælt meðal anime/manga nörda. Fyrir Meiji endurreisnina var ekkert um kaffi en þá voru tehús vinsæl, enda er teið í Japan alveg gríðarlega gott og hollt. Það var eftir seinni heimstyrjöldina sem vestræn menning virkilega kom inn í þetta lokaða land. Þá spruttu upp kaffihúsin hér og þar. Þar á meðal svokallaða 'Meikyoku kissa'. Orðið 'meikyoku' þýðir frægt lag eða meistaraverk og 'kissa' er stytting 'kissaten' sem þýðir kaffihús. Orðið 'kissaten' þýðir í rauninni drekka-te-búð ef maður beinþýðir táknin.

Ég var á rölti með móður minni þegar við ákváðum að setjast inn í eitthvað kaffihús og við bara stukkum inn í næsta kaffihús. Þetta reyndist vera svona ‘meikyoku kissa’. Kaffihúsið var opnað fyrst fyrir meira en 45 árum og hafði verið á sama stað og leit næstum alveg eins og út og þá. Til hægri var svona ‘counter seat/bar’ og þar mátti víst ‘tala’. Við föttuðum eiginlega ekki hvað var verið að meina með því fyrst. Þá útskýrði daman þarna fyrir okkur hvað þetta kaffihús gékk út á. Hlusta á klassíska tónlist. Nefnilega þegar kaffihúsið var stofnað þá voru plötur dýrar og spilararnir ennþá dýrari og það höfðu því miður ekki allir efni á svoleiðis lúxus. Þá spruttu upp þessi ‘meikyoku kissa’. Menn fóru þangað í þeim tilgangi til þess að hlusta á klassíska tónlist, bara eins og fólk fer í bíó til þess að horfa á mynd. Þetta hljómar kannski fyrst kjánalega, en ef þið pælið í því, afhverju fer fólk í bíó? Jú því að það er allt annar fílingur að vera fyrir framan risaskjá með kröftugt hljóðkerfi heldur en að vera heima fyrir framan sjónvarpið. Sumir náttúrulega hafa efni á því að stytta þetta bil á milli heimabíós og alvöru bíós. Sama er það með þessi kaffihús. Í ‘listening room’ eins og það kallast, má ekki tala, það má ekki vera með dagblað því að skrjáfið truflar, það má ekki vera með tölvur og auðvitað ekki síma. Það má reyndar lesa bók eða gera eitthvað annað sem truflar lítið sem ekkert. Þegar ég heyrði þetta fyrst þá fannst mér þetta frekar fáránlegt og hálf fyndið en þegar ég sast þangað inn og tónlistin byrjaði. Það var fiðlu konsertinn hans Dvorak. Ég hafði aldrei upplifað annað eins fyrir utan tónleika, mér leið eins og ég væri á tónleikum. Þeir eru með svakalega magnara, einhverja gamla túbu kraftmagnara við frábæra hátalara. Plötusafnið er líka gríðarlega stórt og það er líka hægt að koma með sitt eigið og byðja þá um að spila. Það var yndislega kósí að sitja í þessum mjúka sófa með kaffibolla(einstaklega góður, veit ekki hvort það var tónlistin) og hlustandi á þessa yndislegu tóna. Ég skildi þá fullkomlega afhverju fólk vildi ekki láta neitt trufla sig, alveg eins og að fólk vill ekki að tónleikar séu truflaðir.
Ég tel nú samt Íslendinga heppna að geta farið á almennilega klassíska tónleika svo léttilega. Hver sem er getur auðveldlega náð sér í miða og skellt sér eitt kvöld á tónleika upp í háskóla. En það er samt yndislegt að geta farið hvenær sem er og hlustað á tónlist í almennilegu umhverfi með gott kaffi við hönd og kannski góða bók. Það er líka voðalega sniðugt að gestirnir velji verkin og maður á létt með að kynnast nýju efni. Ég vildi að fleiri kaffihús hefðu sterkari tengsl við tónlist, ekki bara klassík.

Ef einhver endar allt í einu í Japan þá endilega reynið að kíkja á svona. Er sjálfur í Kyoto en þetta er líka í Tokyo og öðrum stærri borgum.