Þetta er verkefni sem að ég gerði fyrir fag í tónlistarskólanum sem heitir Hlustun og Greining. En í verkefninu áttum við að velja eitt tónaljóð til að fjalla um. Svo áttum við að skirfa um ævi tónskáldsins og svo enda á því að lýsa verkinu. Ég nefni það ekki í ritgerðinni en verkið var frumflutt árið 1875 að mig minnir.


Tónaljóðið sem ég valdi mér heitir Dauðadans (Danse Macabre) og er eftir
franska tónskáldið Camille Saint-Saëns. Það sem stýrði valinu var fyrst og
fremst nafnið. Það kom svo á daginn að þetta var hið skemmtilegasta verk svo að ég ákvað að velja það.

Camille Saint-Saëns fæddist í París í Frakklandi 9. október 1835. Faðir hans lést skömmu eftir fæðingu hans. Móðir hans leitaði þá aðstoðar hjá frænku sinni, Charlotte, við uppeldið. Charlotte kynnti Saint-Saëns fljótlega fyrir píanóinu. Hann náði á stuttum tíma góðum árangri. Fyrsta lagið samdi hann 4 ára gamall, 12 árum seinna eða þegar hann var 16 ára gamall samdi hann sína fyrstu sinfóníu. Hann lærði að spila á orgel og vann sér inn tekna með því að spila í kirkjum, ásamt því að semja. Saint-Saëns þótti gríðarlega fær á mörgum sviðum. Meðal annars stundaði hann nám í landafræði og fornleifafræði. Ásamt því að semja tónlist samdi hann ljóð og skrifaði eitt leikrit. Hann gifti sig árið 1875, konu að nafni Marie-Laure Truffot. Þau eignuðust tvo syni sem dóu með 6 vikna millibili. Árið 1881 yfirgaf Saint-Saëns konu sína. Þau skildu aldrei, heldur bjuggu í sitthvoru lagi það sem eftir var. Síðustu árum ævi sinnar eyddi Saint-Saëns í Algeirsborg í Alsír. Þar lést hann 16. desember árið 1921. Jarðnenskar leyfar hans voru svo fluttar til Frakklands þar sem hann var grafinn í Montparnasse kirkjugarðinum í París.

Hans þekktasta verk er án efa Karnival dýranna. Hann samdi einnig óperuna
Samson og Dalila (Samson et Dalila). Hans þekktasta sinfónía er trúlega 3.
sinfónían. Hún er stundum kölluð Orgel sinfónían, þó að hún sé ekki
raunveruleg orgel sinfónía. Ástæðan er trúlega sú að í tveimur köflum er notað pípu orgel.

Dauðadansinn er tjáning Saint-Saëns á ljóði eftir Henri Cazalis. Ljóðið
fjallar um gamla franska hjátrú. Samkvæmt hjátrúnni átti Dauðinn sjálfur að
birtast á miðnætti, á Hrekkjavökunni. Þá bjó hann yfir þeim mætti að geta
kallað þá dauðu til þessa að dansa meðan hann spilaði á fiðluna sína.
Beinagrindurnar dönsuðu svo til morguns en þá fóru þau aftur í gröfina og komu ekki aftur fyrr en að ári.

Verkið hefst á því að harpa slær sömu nótuna 12 sinnum. Það á að tákna
klukkuna að slá miðnætti. Strax eftir það leikur fiðlan, sem táknar dauðan
vera að spila, nóturnar Es og A. Tónbilið á milli þeirra er betur þekkt sem
tónskrattinn. Aðalstefið er svo spilað af flautu. Í kjölfari af því spilar
fiðlan fallandi tónstiga. Svo tekur afgangurinn af hljómveitinni við.
Aðalstefið og tónstiginn eru spiluð af hinum ýmsu hlutum hljómsveitarinnar.
Þar til að einleiks fiðlan og harpa spila stefið og tónstigan. Þar næst tekur
hljómsveitinn við og verkið byggist upp þar til að það nær hámarki. Það fjarar
svo út í endan í fiðlu sólói, sem á að tákna dagrenning.


Hér er svo hægt að heyra verkið í heild sinni:

http://www.youtube.com/watch?v=YyknBTm_YyM&feature=related