Hér er ritgerð sem ég gerði fyrir tónfræði í Tónlistaskólanum mínum. Þetta er stutt frásögn af mínum uppáhalds Klassískutónskáldum Beethoven,Chopin og Mozart.

————————————————–

<b>Ludwig van Beethoven</b>
Beethoven var fæddur árið 1770 í Þýskalandi og lést 26. mars 1827. Hann bjó mestan hluta ævi sinnar í Vín og Austurríki. Orðspor hans hefur vakið innblástur fyrir tónskáld og áheyrendur. Móðir hanns hét Magdalena og faðir hans Johann og hann var fyrsti tónlistakennari Beethovens. Pabbi hans notfærði sér hæfileika Beethovens til fjáröflunar. Margir aðalsmenn styrktu hann en allur sá peningur rann í drykkju föður hans eða til yngri bræðra hans. Á endanum náði hann að stunda nám í Vín undir leiðsögn Haydn og síðan Salieri og eftir það starfaði hann sjálfstætt sem píanóleikari.
Hann var skapvondur, illa til fara og skorti almenna kurteisi. Beethoven varð ástfanginn af hefðarkonum sem hann fékk aldrei og var því óheppinn í ástum. Hann kunni ekki að fara með peninga og lifði því mest í fátæktarbasli jafnvel þegar hann hafði bestur tekjur.
Hann tapaði heyrn fyrir þrítugt og varð hann svo harmi sleginn að hann var nærri búin að fremja sjálfsmorð. Beethoven samdi samt sín bestu verk eftir að hann missti heyrnina, eins og 5. og 9. sinfóníurnar.
Ég hef spilað op. 27 nr. 2 betur þekkt sem tunglskinssónatan og er að klára hana og finnst mjög gaman að spila hana, ég hef líka byrjað á fyrstu Pathétique sónötunni en gafst upp og svo hefur maður auðvitað spilað Für Elisa. Mér finnst skemmtilegast að spila eftir Beethoven og nýt þess líka að hlusta á hann.


<b>Frédéric-François Chopin</b>
Chopin fæddist 1. mars 1810 og lést 17. október 1849. Hann er vinsælasta tónskáld Pólverja og meðal vinsælustu píanótónskálda heims. Hann menntaði sig mest sjálfur en faðir hans sá til þess að hann fengi að læra undirstöðuatriðin við Tónlistaháskólann í Varsjá. Hann samdi flest sín lög sér til dægrastyttingar og einnig bara af fingrum fram. Hann fluttist til Parísar 20 ára að aldri og var mjög vinsæll þar, bæði meðal kvenna og vina. Chopin var aldrei heilsuhraustur og byrjaði að segja til sín í París, sem var þess valdandi að hann sagði skilið við verðandi eiginkonu sína,
George Sand, eftir langvarandi samband. Hann hætti að spila opinberlega og samdi einungis lög heima hjá sér. Árið 1849 lést hann og var grafinn í París en hjarta hans var jarðsett í kirkju heilaga krossins í Varsjá.
Ég hef ekki spilað mikið eftir Chopin en hef samt oft byrjað. Mér finnst mjög skemmtilegt að hlusta á tónlistina hans og helst þá píanóverkin.

<b>Wolfgang Amadeus Mozart</b>
Mozart fæddist 27. janúar 1756 í Salzburg og lést 5. desember 1791. Hann lærði ungur hjá föður sínum, Leopold Mozart, og lærði að spila á píanó og fiðlu. Fyrsta tónverkið samdi hann 5 ára gamall og fyrstu sinfóníuna 7 ára. Hann var ráðinn af erkibiskupinum í Salzburg en líkaði ekki við vinnuveitanda sinn svo hann sagði upp og hélt til Vínar og vann þar eftir pöntunum, það er að segja, fólk pantaði hjá honum eitt og eitt verk. Stuttu eftir að hann kom til Vínar fór heilsu hans að hraka og um það leyti er hann sá fram á að hann mundi hugsamlega ekki ná sér af þeim veikindum keypti eldri maður af honum sálumessu handa konu sinni. Fljótlega fékk hann þó þá tilfinningu að hann væri að semja sína eigin sálumessu. Hann lést svo 5. desember 1791 sárafátækur og skyldi eftir sig ókláraða sálumessu sem lærisveinn hans lauk svo við. Þrátt fyrir stutta æfi náði Mozart að koma frá sér rúmum sex hundruð verkum. Mozart var jarðsetinn við ómerkta gröf en nafn hans lifir enn þann dag í dag.
Ég hef spilað þó nokkuð af lögum eftir Mozart og hef gaman af en hlusta þó ekki mikið á hann. Mörg lög eru saminn á sembal og passa því ekki eins vel fyrir píanó.


Jökull Torfason