Monteverdi ævisaga Monteverdi fæddist á Ítalíu árið 1567.
Hann var kórdrengur í dómkirkju Cremona, þar sem hann lærði tónlist hjá Marc´Antonio Ingegnieri og gaf út eintak sitt af þríradda motettum. Hann hafði gefið út eintak af þriggja þátta kasónettum og hans fyrstu þrjá Madrigala frá 1587 til 1592. Árið 1589 ferðaðist hann til Milanó í von um að fá stöðu sem tólistarstjóri í dómkirkjunni þar. Árið 1590 varð Monterverdi víóluleikari og madrigalasöngvari við hirð Vincenzo Gonzaga, sem var greifinn í Manuta, og árið 1602 fékk hann stöðu sem tónlistarstjóri. Það var ekki fyrr en 1595 þegar hann ferðaðist til Vínar, Prag og Whyserad í baráttu gegn Tyrkjum að hann giftist Claudiu Catteneso, sem söng við hirðina. Árið 1607 lést kona hans af völdum skorts, vinnuálags og sjúkdóma. Hún skildin hann eftir með tvo kornunga syni. Árið 1607 gaf hann út eintak af þriggja radda Scherzi þætti og sína fyrstu óperu, La Favola dÓrfeo. Ári seinna kláraði hann óperu númer tvö, Arianna, þar sem aðeins eitt eintak hefur varðveist.
Monteverdi hafði augastað á ábatasamri stöðu í Róm eða Feneyjum og gerði hann fyrstu tilraun sína í trúarlegri tónlist með hinum frægu Vespro della Beata Vergine, eða Aftansöngvum, frá 1610 sem er safn tónverka sem er athyglisvert fyrir að sameina dæmigerða fjölröddun endurreisnarstílsins og nýrri aðferðum barokktímans. Í verkunum er áhersla lögð á eina laglínu ásamt vönduðum bassa og jók verkið á notkun hljóðfæra.
Árið 1608 fór Monteverdi til Cremona til að vera hjá föður sínum. Faðir hans skrifaði greifanum og bað um að sonur hans yrði leystur með heiðri frá störfum sínum vegna slæmrar heilsu og vegna lélegra launa. Monteverdi skrifaði angistarfullt bréf þegar hann var kvaddur aftir til Mantua. Laun hans jukust þá. Það sem hann átti eftirlifað þjónaði Monteverdi sem tónlistarstjóri í dómkirkju heilags Marks í Feneyjum. Monteverdi dó 29. nóvember 1643 76 ára að aldri og var grafinn í kirkju Santa Maria Gloriosa del Frari.