Ludwig van Beethoven - ævisaga Mikið er talað um í daglegu lífi um Mozarts og Beethoven. Þeir tilheyra hvor sínu tímabili, Mozart síð-barokk og klassík en Beethoven klassík/rómantík. Mozart var austurrískur. Beethoven þýskur. Hjá Mozart var allt slétt og fellt, nægjusemi, auðmýkt, mildi, hjá Beethoven uppreisnarandinn, baráttan fyrir réttlátara mannlífi í anda frönsku byltingarmannanna. Að sumra dómi var Beethoven fyrsti stóri rómantíkerinn (heiðstefnumaðurinn) meðal tónskálda. Þau tvö meginöfl sem mótuðu Beethoven í æsku voru franska alþýðuhreyfingin eftir stjórnarbyltinguna 1789-99, ásamt stríðsdansi Napóleons um alla álfuna og rómantíkin, sem kemur þvert á alla villimennsku stríðs og stjórnarbyltinga. Afi Beethovens var flæmskur, ættaður frá Löven, hinum fræga háskólabæ, skammt frá Brussel í Belgíu. Sá hét líka Ludvig van, ekki von. Hollendingar hafa það van en þjóðverjar von (frá). Vitað er að Ludvig, afinn, var hirðhljómsveitarstjóri í Bonn um 1733. Hann kunni hafa verið einbeittur karl sem stundaði vínrækt sér til tekjuauka. Sonur hans, Johann fæddur 1740 varð tenórsöngvari við hirðina og gekk að eiga ekkju eftir hirðkokk, Magdalenu Leym, gegn vilja föðurins. Magdalena var blíð, kyrrlát, hógvær og vinnusöm. Hún sást aldrei brosa. Fyrsti sonur þeirra Ludvig dó í frumbernsku, annar sonurinn fékk sama nafn, Ludvig, og fæddist að talið er 16. des. 1770, a.m.k. var hann skírður 17. desember. Sá er okkar stóri Beethoven. Þau eignuðust tvo aðra syni, Karl. f. 1774 og Jóhann f. 1776.
Aðstaðan til tónlistarnams var góð þegar Beethoven var að vaxa úr grasi. Afi hans var helsti tónlistarfrömuður í Bonn og eftirsóttur kennari. Einnig gekk allt vel í fyrstu hjá syni hans, Jóhanni. Hann var vel metinn sem tónlistarkennari. En drykkjuskapur óx með árunum og uppeldi sonanna var ekki sem skyldi. Jóhann kom því Beethoven í nám hjá öðrum og sá, sem helst kom við sögu var Christian Gottlob Neefe(1748-1798) sem var hirðorganisti í Bonn. Hann var fjölmenntaður og gott tónskáld sem m.a. kenndi honum að meta góðan skáldskap. Neefe var fyrstur til ao gera sér grein fyrir hvað í Beethoven bjó og lét ser annt um að koma honum afram á listabrautinni.
Fyrstu tónsmíðar Beethovens eru taldar vera “Sorgarkantata”, flutt við útför ensks konsúls 1781, og nokkur píanólög. þar á meðal 3 sónötur, sem Neefe sá um utgafu á 1782, tileinkaðar húsbóndanum, kjörfurstanum í Bonn. Ástand á heimili Beethovens fór síversnandi vegna drykkjuskapar föður hans. Skólagangan var það stysta sem komist varo af með. Hann lærði lítið eitt í latínu og frönsku og móðurmálskunnáttan var ekki sem skyldi. Hins vegar gekk tónlistarnámið vel. 1784 var Maximilian Franz, yngsti sonur Maríu Theresíu keisaraynju í Vín gerður ao kjörfursta í Bonn. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist og lét sér annt um að hirðhljómsveitin væri vel mönnuð. Beethoven var nú 14 ára og spilaði ágætlega á fiðlu og píanó. Hann fékk fast starf í hljómsveitinni. Auk þess var hann ráðinn aðstoðarmaður Neefes sem organisti.
Næstu 2 ár var mikill uppgangstími í Bonn. 1786 var háskóli stofnaður þar og 1788 stofnaði kjörfurstinn óperu. Lærðir menn og listamenn áttu nú tíðfarð til Bonn. Meðal annars komu fjölmargir tónlistarmenn frá Vínarborg. Margar óperur voru fluttar þar eftir menn eins og Paesiello, Salieri, Gretry, Piccini og Mozart (Entführung, Figaró, Don Juan). 1789 var Beethoven hækkaður í starfi, lék í óperuhljómsveitinni og bar titilinn hirðmúsíkus. 1784, 15 ára gamall, er hann orðinn þekktur vel, bæði sem tónskáld og píanóleikari. Það ár samdi hann 3 píanókvartetta. Nokkrir áhugamenn skutu saman til þess ao koma honum til Vínarborgar í nám hjá Mozart. En dvöl hans varð stutt í það sinn vegna veikinda móður hans. Hún dó í julí 1787. Sem betur fór eignaðist hann nýtt heimili um þessar mundir, er ekkja hirðráosmannsins, von Breuning, tók hann inn á heimili sitt til þess að kenna börnunum á píanó, tveim sonum, Stefáni og Kristófer og dótturinni Elenóru. Hann var þar eins og einn af systkinunum, meðal einlægra vina.
Beethoven var mjög trassafenginn í sambandi við föt sín og framkomu. Honum fannst slíkt engu skipta. Hann var snemma ofsafenginn í skapi, fljótur að reiðast og fljótur ao róast. Þegar hann reiddist átti hann til að æða út og lét þá ekki sjá sig fyrr en honum var runnin reiðin. Þá var hann oft sem niðurbrotinn, afsakandi, fullur sjálfsásökunar. Frú von Breuning tók þessu öllu með jafnaðargeði, vissi að með hægð var unnt að lempa hann til. Tilfinningar hans voru svo öfgafullar að á skammri stundu gat lamandi þunglyndi breyst í ofsakæti eða ofsareiði í innileik og blíðu. Hinn ungi greifi Waldstein, sem flutti frá Vín til Bonn gerðist einlæegur vinur hans og vann að Því að hann kæmist aftur til Vínarborgar til náms. Um 1790 hafði Beethoven samið allmörg kammerverk, pianótríó í Es-dúr, flautusónötu og píanókonsert. Fantasíur hans (leikur af fingrum fram) vöktu almenna aðdáun. Þær voru “talandi, tjaningarfullar, hittu beint í hjartað”, var sagt.
Mozart dó 1791 og Beethoven ferðaðist til höfuðborgarinnar, Vínar, í nóvember 1792 til náms hjá Haydn. Stríð við Frakka var þá nýbyrjað og Beethoven skrifaði i vasabok sína til minnis: “Þjórfé handa kúskinum, sem tók á sig þá áhættu að aka með okkur beint í gegnum Hessen-herinn”. Þegar til Vínar kom frétti hann að faðir hans hafði dáið i desember. Hann var því orðinn heimilislaus. Skömmu síðar fluttu bræður hans Karl og Johann líka til Vínar. Bonn varð illia úti í ófriðnum. Frakkar réðust inn í bæinn 1794. Hirðhljómsveitin var lögð niður og furstinn flutti burt, glanstíma Bonnborgar var lokið um sinn. Allt fram til endurreisnar Vestur-Þýskalands eftir síðustu heimsstyrjöld var Bonn kyrrlatur háskólabær.- Vín varð nú heimili Beethovens. Vinir hans komu og heimsóttu hann og settust að sumir, en aðrir fóru heim aftur, og hafði hann bréfsamband við þá. Lengi vel var ætlunin að fara heim aftur til Bonn, en smám saman festi hann rætur í Vín. Hann ferðaðist lítið, aðeins 1795 for hann í lengri ferð, þá til Bæheims og Ungverjalands i hljómleikaför. Aðeins stuttar ferðir á sumrin í héröðin umhverfis Vínarborg, annars alltaf heima i Vín. Beethoven var 22 ára er hann hóf nám hjá Josef Haydn. Það stóð þó ekki lengi. Haydn þótti ekki góður kennari, síst á ströngu formin. Hann lét Beethoven fara í gegnum Gradus ad Pamassum eftir Fux í því skyni að komast niður í einföldum frjálsum kontrapunkti. Og nemandinn var iðinn og samviskusamur.
Af tilviljun sá einn vinur Beethovens, Johann Schenk æefingar hans og tók þá eftir að Haydn hafði sést yfir nokkrar villur. Beethoven fór að gruna Haydn um að taka kennsluna ekki alvarlega og þegar Haydn fór aftur til Lundúna 1794 tók dómorganistinn við Stefánsdómkirkju, Albrechtsberger, við kennslunni. Hjá honum lærði Beethoven imitation, kanon og fúku. Í maí 1795 lauk náminu og hann taldist nú fullnuma meistari. Samtímis náminu hjá Albrechtsberger hafði Beethoven stundað píanó- og fiðluleik af kappi og var nú tilbúinn að kveða sér hljóðs á opinberum vettvangi.Í mars 1795 kom hann fram í fyrsta sinni opinberlega sem tónskald og píanóleikari. Þá lék hann konsertinn í C-dúr. Sama ár fór hann í fyrrnefnda einu hljómleikaferð sína. Þá lék hann opinberlega i Nurnberg, Prag, Dresden, Leipzig og Berlín. Friðrik Vilhelm 2. af Prússlandi var allgóður sellóleikari. Beethoven tileinkaði honum 2 sellósónötur op. 5.
Fjölmörg tæekifæri buðust honum til að koma fram á opinberum tónleikum og í sölum fyrirmanna. Þeir voru margir músíkunnendur, svo sem greifarnir Esterházy, Labkovitz, Lichnowsky, Odescalchi o. fl. Waldstein greifi, vinur Beethovens, kom honum í kynni við fleiri slíka og leið ekki á löngu uns hann var orðinn músíkkennari í ýmsum greifa-og furstafjöldskyldum. T.d. bjó hann um tíma hjá Karli Lichnowsky og hafði 600 gyllini i árslaun. Þess má geta að bróðir Lichnowskys fursta var náinn vinur hans. Baron von Swieten, sem var í vinur mikill við bæði Haydn og Mozart á sínum tíma var trúnaðarmaður hans. En nánasti vinur Beethovens var þá hirðskrifarinn Nikulas Zmeskall, sem hjálpaði honum oftsinnis um smá lan þegar illa stóð á fyrir honum. Zmeskall hjálpaði honum líka með útvegun þjónustufólks þegar líða tók á ævina. Þá má enn nefna góða vini Beethovens greifana Browne, Brunswick og Kinsky. Þvi eru öll þessi nöfn talin hér upp, að hann tileinkaði þeim ýmsar tónsmíðar.
Hljómleikahald stundaði Beethoven aðeins i 5 ar, 1795 -1800, og var talinn einn mesti snillingur á pianó á þeim tíma. Hann lagði sig frekar eftir innihaldinu, túlkuninni en tækninni, talaði líka oft með lítilsvirðingu um “herrana sem með fingraferð sinni láta venjulega skilning og túlkun lönd og leið”. Hann sagði líka: ,,Í einlægni sagt er ég litið hrifinn af allegri di bravura og slíku, þar eða slíkt krefst of mikils af mekaník, tækni“. Ferdinand Ries, þekktasti nemandi Beethovens sagði um píanóleik hans, sérstaklega prima vista-spil(óundirbúinn leik):
”Hann lék ekki nákvæmlega, sleppti oft úr nótum en lagði alúð við túlkun og brúaði yfir, þar sem hann sá ekki einstakar nótur“. Beethoven bar saman prima vista spil sitt við að lesa bók. ”Ef hratt er lesið getur fjöldi af prentvillum farið fram hjá þér af pví að þú kannt málið“, sagði hann. Ries segir ennfremur um túlkun Beethovens á eigin verkurm: ”Yfirleitt lék hann verk sín nákvæmlega og að mestu í ströngum takti. Þó bar við að hann breytti út af, spilaði ritardando eða crescendo á óvæntum stöðum þannig að hrífandi var. Stundum sló hann fram leik annarrar handar og túilkunin vara enn fegurri en að venju og gat enginn leikið slíkt eftir honum“.
Beethoven hafði ofan af fyrir sér með píanókennslu, hafði marga nemendur, flestir þeirra voru af aðalstéttum og borguðu vel fyrir tímanna. Hann hélt oft tónleika og lék á annarra tónleikum. Þegar komið var að aldarmótunum 1800 var nafn hans orðið víðfrægt, útgefendur vildu gefa út verk hans og greiða sæmilega fyrir. 1795 fór hann að setja opus-númer á verk sín. Op. 1 urðu þrju píanótríó, op. 2 þrjár píanósónötur tileinkaðar Haydn. Um svipað leyti samdi hann fyrstu pianókonsertana í C-dúr (op. 15) og B-dúr (op. 19) og mun B-dúr konsertinn saminn á undan. Es-dúr pianósónatan op. 7 er frá 1797 og sónaturnar þrjar op. 10 eru frá 1798. ”Pathetique“-sonatan er frá 1799. Aria 1800 komu út septettinn op. 20, fyrsta sinfónían og strokkvartettarnir sex op. 18. Hann stóð nú á þrítugu og allt lék i lyndi.
Hann skrifaði vini sínum heima i Bonn(Wegeler): ”Ég hef töluverðar tekjur af tónsmíðum mínum og pantanir eru fleiri en ég get sinnt. Ég hef 6-7 útgefendur að velja á milli um hvaða tónsmíð sem er, og það sem meira er: nú er ekki sagt: þetta færðu fyrir heldur segi ég sjálfur hve mikið ég vil fá fyrir hlutina. Mikið gott er hægt að gera. Ég á t.d. vin sem er í peningavandamálum og ég þarf ekki annað en að setjast við skrifborðið og eftir stuttan tíma er honum borgað“. Beethoven var stoltur og þoldi illa lítilsvirðingu. Hin nýja stefna frá fransku stjórnarbyltingunni um frelsi, jafnrétti og bræðralag hafði náð til Vínarborgar og hann gekk þeim hugsjónum heilshugar á hönd. Aðalsfólkið fyrtist ekki við hann þótt hann talaði máli öreiganna. Rómantikin var gengin i garð og listamaðurinn hafði leyfi til þess að vera öðruvísi en annað fólk og snillingar voru í hávegum hafðir, ekki hvað síst í Vínarborg.
Sagt er að um 1800 hafi Beethoven verið búinn að leggja sér til fagaða og fyrirmannlega framkomu, vel klæddur, ágætur samkvæmismaður, opnari og vinsælI. Stundum átti hann þó til að fá reiðikast og lét þá allt fjúka, en honum fyrirgafst það, hann var bara enn ahugaverðari. Oft gleymdi hann sér í hugarheimi sínum, allt eins í samkvæmum og létu menn hann þá afskiptalausan en á eftir er hann kom út úr draumnum var hann hinn sami skemmtilegi samkvæmismaður. Hann talaði kjarngott mál, var fyndinn og oft meinyrtur, óvæginn i dómum, sérstaklega þegar annað tónskáld átti í hlut. En ef honum fannst hann fara yfir markin, átti hann til að iðrast beisklega og biðjast afsökunar. Til dæmis má nefna bréf, sem hann skrifaði kollega sínum Hummel 1799: ”Komið ekki oftar í mitt hús, þér eruð falskur hundur og falska hunda hirðir óvinurinn.“ Daginn eftir skrifar hann Hummel aftur og segir: ”Elsku besti vinur, þú ert heiðarlegur og hafðir rétt fyrir þér, það sé ég nú. Komdu til mín í eftirmiðdag. Þig kyssir þinn Beethoven. “ - Hann naut mikillar kvenhylli, dáður af kvenpjóðinni (andstætt Mozart). Hann var skilningsrikur, bar virðingu fyrir konum, tók þátt i sorgum þeirra, var hjalpsamur og riddaralegur. Greint er á milli kvenna sem hann var í vinfengi við sem entist til æviloka svo sem Elenora Breuning og Erdody greifafru og þeirra sem hann var ástfanginn af og elskaði heitt og af ástríðuþunga, í nokkrar vikur eða mánuði og gerðist þá skyndilega afhuga, jafnvel fór að hata þær af sama ofsa og hann elskaði þær áður.
Meðal þeirra voru t.d. Giulietta Guicciordi, 16 ara greifynja, sem var nemandi hans á árunum 1800-1801 en sem giftist Gallenberg greifa 1803. Beethoven skrifaði frægt ástarbréf ”til sinnar eilíft elskuðu“. Það fannst í leynihólfi að honum látnum og er talið óvíst að hann hafi nokkurntíma sent það. Það er og verður óleyst gáta hverri það bréf var ætlað. Sumir halda að Guilietta hafi verið ”hin eilift elskaða“ en aðrir hallast að Theresu yon Brunswick. Fleiri nöfn koma til greina. T.d. er vitað að hann bað einnar, Theresu yon Malfatti.
Árið 1798 for heyrn hans að dofna og olli það honum eðlilega þungum áhyggjum. Hann reyndi þó að leyna þessu eftir megni og hélt ótrauður áfram að semja. 1802 skrifaði hann bræðrum sínum bréf, Heiligenstadt-testamentið, e.k. andlegt uppgjör, skrifað í örvæntingu, merkilegt plagg og frægt, hefur verið þýtt á fjölda tungumála, einstætt í sinni röð. Hugarangrið leið hjá og hann átti alltaf öðru hvoru góða daga og tónsmíðar hans voru fluttar opinberlega jafnótt og hann samdi. Sjálfur spilaði hann og stjórnaði allt til 1815 en þá varð hann að gefast upp og viðurkenna heyrnarleysi sitt. Louis Spohr segir frá tónleikum einmitt 1815 þegar Beethoven spilaði: ”Forte var svo sterkt að strengir slitnuðu en piano var stundum svo veikt að ekkert heyrðist.“ Eftir að heyrnin brast hafði hann með sér skrifblokk til þess að geta ”talað“ við fólk, skriflega. Fjöldi slíkra hefta er til og veita þau góða heimild um daglegt líf hans á þeim árum. Það má minna á það hann hafði alla tíð með sér nótnapappir, bækur, og skrifaði þar í hugmyndir sínar. Þær bera vott um mjög vönduð vinnubrögð. Þar sést hvernig hann velti fyrir sér stefjunum, breytti og mótaði og fegraði, uns hann varð ánægður. Sum stef lágu þar ónotuð árum saman áður en hann greip til þeirra.
Venja er að skipta tónskáldsferli Beethovens í 3 skeið, en er vafasamt vegna þess hve lengi hann vann að sumum tónsmioum sínum, stundum svo árum skipti. Þó er rett að hafa hliðsjón af þessari skiptingu þegar meta skal verk hans. Fyrsta skeiðið nær fram til aldamótanna 1800. Þá semur hann í stíl Haydns og Mozarts þótt mjög snemma komi fram persónuleg einkenni hans. Annao skeiðið hefst í raun með ”Eroica“-sinfóníunni, sem hann samdi 1804. Hann hafði áður beinlínis tilkynnt að hann léti lönd og leið hinn hefðbundna stíl Haydns og Mozarts. Þetta mið-skeið var til 1815 og á því tímabili samdi hann mörg hinna pekktustu verka t.d. sinfóníurnar 3-8, píanókonsertana nr. 4 og 5, fiðlukonsertinn ”Fidelio“, einu óperuna sem hann samdi, ”Waldstein“-, ”Appassionata“- og ”Kveðju“-sonaturnar o.fl. Þriðja skeiðið er frá 1815 - 1826. (Hann samdi ekkert síðasta árið, sem hann lifði).
Á þessu síðasta skeiði samdi hann sitt stersta verk og það sem honum sjálfum fannst sitt merkasta: 9. sinfóníuna (1824) og síðustu strokkvartettana (op. 131, 132, 133 og 135) að ógleymdri ”Missa solemnis“, sem hann samdi á árunum 1818-1823. Á síðasta skeiðinu samdi hann meira í pólýfón-stíl en áður, hvarf að vissu leyti aftur í tímann til fyrirmyndanna Bachs og Handels og gerðist frjalsari í formum. 1826 skrifaði hann vini sínum i Bonn: ”Ég vona að mér auðnist að semja og gefa heiminum enn nokkur tonverk; síðan vil ég fá að kveðja hann (heiminn) einhvers staðar hjá góðu fólki“. Hann var nú orðinn alveg heyrnarlaus, hálfblindur og magaveikur. Í desember þ.á. (1826) fékk hann vatnssýki og í januar lagði hann banaleguna. 26. mars missti hann meðvitund. Þann eftirmiðdag var úti haglel, þrumur og eldingar. Við fyrsta þrumugnýinn lyfti hann krepptri hendinni, sem síðar féll niður á sængina. Dauðastríðið var hafið og stundarfjórðungi fyrir kl. 6 var hann allur. Það var bjartur vordagur, hins vegar, þegar útförin fór fram, þann 29. mars. Öll Vinarborg syrgði meistarann, frí var gefið í skólum, fánar í hálfa stöng, götur þar sem líkfylgdin fór um voru skrýddar og fullar af fólki, sem fylgdi honum síðasta spölinn út í Wahringer-kirkjugarðinn. Vinur hans, skaldið Grillparzer talaði yfir moldum hans.
Menn deila enn um stöðu Beethovens sem tónskálds. Sumir telja hann einn helstan meistara hreinnar (absolut) tónlistar. Aðrir líta á hann sem hermitónskáld (programtónskáld). Vissulega mótuðu ýms atvik sum verka hans að einhverju leyti, en í samanburði við Berlioz, hápunkt hermitónlistar á rómantiska tímanum er varia hægt að kalla hann hermitónskáld. Hins vegar var formið aldrei aðalatriði hjá honum, jafnvægið var gott milli efnis og forms. Þetta jafnvægi er sterkt einkenni hjá Beethoven. Líklega eru allir tófræðingar sammála um að hann hafi leysti tónlistina úr viðjum. Hann sagðist ætla að gera það og gerði það er 2. skeið hans hófst með ”Eroica"-sinfóníunni.

Héimild:
Páll Kr. Pálsson - Tónlistasaga(1983)
//