Wolfgang Amadeus Mozart Eins og allir vita þá átti STÓR skáldið og snillingurinn Wolfgang Amadeus Mozart 250 ára afmæli í ár, klöppum fyrir því.
En í tilefni að því að það er komin nýr stjórnandi hingað, hún fantasia ákvað ég að henda saman smá grein um meistarann Mozart!

Wolfgang Amadeus Mozart (27. janúar 1756 - 5. desember 1791) er einn af umfangsmestu og áhrifamestu tónskálda frá tímabili klassískrar tónlistar.

Wolfgang Amadeus Mozart fæddist í Salzburg í Austurríki árið 1756 og lést í Vín 1791 rétt tæpra 36 ára gamall. Mozart var sennilegast einn náttúrugáfaðasti tónlistarmaður mannkyns.

Hann var skírður Johannes Chrysostomus Wolfgangus Theophilus Mozart. Frá unga aldri var tónlistin stór hluti af lífi hans, faðir hans sem var frægt tónskáld síns tíma kenndi Mozart að spila á bæði píanó og fiðlu.

Mozart skrifaði fyrsta tónverk sitt fimm ára að aldri og átta ára samdi hann sína fyrstu sinfóníu, Symphony No. 1 - E Flat Major.

Þegar snáðinn var sex ára fór faðir hans með hann og tíu ára gamla systur hans í fyrstu tónleikaförina um Evrópu og þessi undrabörn vöktu eftirtekt og aðdáun við allar helstu hirðir Evrópu, en á þeim tíma var tónlistarlíf meira og minna allt í skjóli aðalsins.
Orðstír Mozarts jókst jafnt og þétt, sem sést ágætlega á því, að hann var aðeins 14 ára gamall þegar páfi sló hann til riddara.

Eftir að hafa farið um nær allar borgir Evrópu í mörgum tónleikaferðalögum réði hann sig til Erkibiskupsins af Salzburg, sem jafnframt var furstinn yfir borginni, sem hirðtónskáld.
Honum kom ekki vel saman við vinnuveitanda sinn og eftir nokkurra ára vist sagði hann upp og hélt til Vínar, en þar sem honum tókst ekki að fastráða sig vann hann lausavinnu, þ.e. hann samdi, og fékk borgað fyrir, eitt og eitt verk eftir pöntun stundum hafði hann fulla vasa fjár en stundum var hann sárafátækur.

Nokkru eftir að Mozart kom til Vínar fór heilsu hans að hraka og um það leiti er hann sá fyrir sér að hann mundi hugsanlega ekki verða heilli af þeim veikindum keypti eldri maður af honum sálumessu til handa konunni sinni. Fljótlega fékk hann þó þá tilfinningu að hann væri að semja sína eigin sálumessu.

5. desember 1791 lést Wolfgang Amadeus Mozart af veikindum sínum í sárafátækt og var jarðaður í ómerktri gröf.
Hann kláraði aldrei sálumessuna, en lærisveinn hans Franz Xaver Süssmayr lauk við hana og goðsögnin segir að nokkrir vinir tónskáldsins hafi sungið messuna yfir honum, nokkru eftir greftrunina sjálfa. Eftir dauða sinn hefur nafn Mozarts hinsvegar orðið eitt mesta og arðbærasta vörumerki heims þar sem það kemur nú, ásamt brjóstmynd af tónskáldinu, fyrir á flestu sem hægt er að ímynda sér þar með talið bjór, sælgæti og kvikmyndum.

Þrátt fyrir allt of skamman feril dældi hann frá sér tæplega 50 sinfóníum, tæplega 20 óperum og óperettum, meira en 20 píanókonsertum, 27 strengjakvartettum, um 40 fiðlusónötum og ógrynni af annarri tónlist.

Heimildir fengnar frá www.wikipedia.org og www.mbl.is