Henryk Wieniawski Stutt umfjöllun um tónskáldið Henryk Wieniawski sem ég gerði í tónlistarsögu í skólanum.

Henryk Wieniawski fæddist árið 1853 þann 10. júlí í Lublin, Póllandi. Hann var talinn einn mesti fiðluleikari á rómantíska tímabilinu og á hann mörg fræg verk t.d. Polonaise No. 1, op. 4 og Souvenir de Moscou.
Henryk var talinn undrabarn, hann byrjaði að spila á fiðlu 3 ára. Móðir hans var atvinnupíanóleikari og það var hún sem hvatti hann í náminu. Hann var yngsti nemandinn sem útskrifaðist með gulleinkunn úr Paris Conservatoire, aðeins 11 ára.
Ferill hans hófst um 13 ára aldur í París, hann fór þaðan til St. Petersburg og vinsældir hans urðu miklar. Hann sneri aftur til Parísar til að stunda nám við tónsmíðar með bróður sínum Joseph, það gerði hann til 1950 en þá byrjuðu þeir að spila mikið saman um alla Evrópu og einnig Norður -Ameríku. Hann spilaði um allan heim en hóf svo að kenna við tónlistarskóla í St. Petersburg. Hann var alltaf á tónleikaferðum, sérstaklega í N – Ameríku. Þær ferðir fóru gjörsamlega með heilsu hans og hann lést af hjartaveiki 31. mars 1880 í Moskvu aðeins 45 ára gamall.
Í gegnum lífstíðina hafði hann gert marga góða hluti og kunni svo sannarlega að beyta fiðlunni, tækni hans er enn notuð við kennslu í tónlistarskólum, aðallega í St. Petersburg.
..::darkjesus::..