Heil og sæl,

mig langar að hvetja ykkur til að mæta á tónleika sem haldnir verða í Salnum á Tíbrá tónleikaröðinni sunnudaginn 25 apríl næstkomandi.
Þar mun rússneskur píanisti að nafni Igor Kamez spila.
Sjálfur kemst ég ekki því ég er búsettur erlendis, en ég hef séð Kamenz spila nokkrum sinnum á tónleikum og hann er magnnaður listamaður.
Ég hef séð marga að bestu píanistum heimsins á liðnum árum og verð að segja að það er aðeins einn sem að jafnast á við Kamenz á tónleikum (sá er Grigory Sokolov).
Tónleikar Kamenz hafa verið eftirminnilegri en til að mynda tónleikar með Alfred Brendel, Andras Schiff, Evgeny Kissin svo einhverjir séu nenfdir.

Efnisskráin er líka frábær.

Ludwig van Beethoven (1770-1827): Sónata í D-dúr, op. 10/3, nr. 7
Ludwig van Beethoven: Sónata í cís-moll op. 27/2, nr. 14

Hlé

Alexander N. Scriabin (1872 – 1915): 2 Poèmes op. 32
Franz Liszt (1811 – 1886): Sónata í h-moll

Eins og áður sagði þá kemst ég ekki sjálfur (er búinn að kaupa miða á tónleika með honum í júlí, þar sem ég bý) en það er mín von að sem flestir mæti, því koma þessa snillings er hvalreki fyrir tónleikasenuna heima á íslandi.

Kveðja, Strikerinn