Christian Lindberg Ég fór nýverið á tónleika með SNILLING básununar Christian Lindberg. Tónleikarnir byrjuðu á verki eftir sænsk tónskáld að ég held sem hét ocean child eftir því kom verk eftir cristian sjálfan það hét helikon wasp og hef ég séð ýmislegt en þetta var mjög frumlegt og einstaklega skemmtileg notkun á hljóðum sínfóníunar. Eftir að verkið var vel byrjað og þá spilar hann með sinfóníunni á básúnu og þvílíkir hæfileikar á meðan öllu þessu stendur stjórnar hann sínfóniunni um leið og´þá hélt ég nú að sagan væri öll sögð en nei þá byrjar hann að ávarpa fólkið í salnum með skemmtilegum setningum sem spilluðu með hljómum sveitarninar og hljómsveitin hermdi stundum eftir honum þetta var einkarfrumlegt og fannst mér mjög gaman að sjá viðbrögð eldra fólks í salnum og held ég að það hafi haft gaman af eða það hélt ég að minnsta kosti. Mér þótti þessi flutningur einkar skemmtilegur og frumlegur ég mæli með þessum tónleikum og mindi ekki hika við að sjá hann aftur ef færi gefst.
takk fyrir mig