Komið þið sæl.

Mig langaði bara rétt til að segja ykkur frá verkefni sem Leikhúskórinn hér á Akureyri hefur tekið sér fyrir hendur. Um er að ræða óperettu, sem er fyrir þá sem ekki vita, eins konar millibil milli óperu og leikrits (gæti jafnvel verið fyrirrennari söngleikjanna dettur manni í hug!). Óperettan heitir Káta ekkjan og er eftir Franz Lehár. Hún þykir létt og skemmtileg og einstaklega vel samin. Í aðalhlutverkum eru þau Alda Ingibergsóttir, Steinþór Þráinsson, Aðalsteinn Bergdal og Bjarkey Sigurðardóttir. Verkið verður frumsýnt 5. mars og munu sýningar standa út marsmánuð. Fyrir þá sem fýsir í nánari upplýsingar bendi ég á heimasíðu kórsins; http://nett.is/leikhuskorinn/

Með þökk,
BSGF ;o)