Johann Nepomuk Hummel (1778 - 1837) Johann Nepomuk Hummel fæddist í Bratislava (Pressburg) þann 14. nóvember, 1778. Hann var sonur Josef Hummel. Josef valdi fiðlu sem fyrsta hljóðfæri Johanns, en það virkaði ekki, drengurinn valdi píanóið. Strax á 7 ára aldri var tekið eftir geysilegum hæfileikum Johanns þegar faðir hans flutti til Vínar.
Mozart sjálfur var svo uppnuminn af hæfileikum Hummels að hann ákvað að gefa honum fría píanó kennslutíma. Hummel bjó hjá Mozart í 2 ár, og náði strax svakalegum árangri og Mozart sá fyrir mjög bjarta framtíð hjá honum.

Á 9 ára aldri kom hann fyrst fram með konsert eftir Mozart. Það tókst svo vel, að faðir hans ákvað að taka strákinn á Evróputúr ári seinna til Bæheims (Bohemia), Þýskalands og Danmerkur sem hélt áfram til Bretlandseyja og endaði í London þar sem drengurinn fékk leiðsögn frá Clementi.
10 ára, gaf hann konsert til Oxford sem innihélt upprunalegan píanó kvartett.
Hummel varð eftir í London að 14 ára aldri þar til hann hélt heim til Vínar 1793.
26 ára, samþykkti hann stöðu \“kappelmeister\” hjá prins Esterházy í Eisenstadt, þar sem Haydn sjálfur bjó. Hummel varð þar til ársins 1811. Á þessum tíma var mikil reiði milli hans og Beethovens. Sú staða varð eftir út æviskeið Beethovens, og það var ekki fyrr en á síðustu dögum Beethovens sem sá gamli misskilningur fór.

Heimildir : http://www.classical-composers.org/cgi-bin/ccd.cgi ?comp=hummel

Nú hef ég farið fljótt í gegnum 26 ár af ævi Hummels. Hann gerði margt gott í tónlistinni eftir þann aldur, en ekkert sem ég ætla að fjalla mikið um. En Hummel er frekar vanmetinn sem tónskáld í mínum augum. Hann semur mjög hraða og kröftuga tónlist sem nær virkilega til manns. En þegar Hummel varð eldri laut tónlist hans í minni pokann undir rómantíska tímabilinu, svo tónlist hans varð orðin dálítið \“gamaldags\”. En samt sem áður hélt hann sínu striki.

Hummel þekkti marga stóra kappa í klassíkinni, t.d. Mozart, Beethoven, Schubert og Haydn svo einhverjir séu nefndir.

Ég fór á tónleika KaSa (Kammersveit Salarins) í Salnum, Kópavogi, núna fyrir tveimur og hálfum klukkutíma, og fluttu þau einmitt Hummel. Flytjendurnir voru : Sigrún Eðvaldsdóttir (fiðla), Sigurður Bjarki Gunnarsson (selló), Nína Margrét Grímsdóttir (píanó), Áshildur Haraldsdóttir (flauta) og Sigurgeir Agnarsson (selló).

Ég get ekki sagt margt um þá tónleika, þeir voru glæsilegir. Þau spiluðu frábærlega, allt hreint og flott.

Kv, Þorsteinn.