Sellókonsert í C-dúr eftir F. Joseph Haydn Sælt veri fólkið,

Ég fór á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands þann 23. janúar í Háskólabíói. Þar var sellisti að nafni Sigurgeir Agnarsson, sem spilaði einleik. Hann spilaði sellókonsert í C-dúr eftir Haydn sem ég ætla að fjalla um í þessari grein.

Þessi konsert skiptist í 3 hluta:

Moderato
Adagio
Allegro Molto

Þegar ég heyrði þennan konsert, þá heillaðist ég gjörsamlega strax af honum. Hann er rosalega fallegur og fjölbreyttur. Sigurgeir spilaði hann mjög vel, fór vel í hröðu og háu nóturnar og allt saman.
En, svo ég fjalli nú eitthvað um konsertinn sjálfan, já hann var uppgötvaður árið af fræðimanni á þjóðskjalasafninu í Prag árið 1961. Verkið er talið hafa verið samið fyrir Jospeh Weigl, aðalsellista Esterházy-fjölskyldunnar, um 1765. Þetta verk er talið eitt allra besta verk Haydns í konsertformi.
Fyrsti þátturinn er ekki nema meðalhraður, og einkennist öðru fremur af punkteruðum rytma upphafsstefsins. Annar þáttur er fögur serenaða, eins konar “aría án orða”, og eins og fyrsti kaflinn markar einleikskadensa hápunkt þáttarins.
Lokakaflinn er fjörugur og spennuþrunginn. Þar koma til bæði síendurteknar nótur í hljómsveitarundirleiknum, skörp skil milli sterkrar og veikrar dýnamíkur, og hið einstaklega víða tónsvið einleikshljóðfærisins, sem er sannarlega teflt út á ystu nöf.

Ég er sjálfur sellisti, en aðeins 12 ára. Ég á þennan konsert og hef byrjað að spila hann, en hann er mjög erfiður fyrir minn aldur. Þetta er einn fyrsti “alvöru” konsertinn sem maður lærir þegar maður lærir á selló, það er miðað við 15-16 ára aldur til að byrja á honum. Algengt er að taka aðeins fyrstu tvo kaflana fyrst, svo þann þriðja seinna, kannski um 17 ára aldur.

Jæja þá er þetta komið held ég, Takk fyrir mig.
Kv. Þorsteinn