Byrjandi Sæl öll.
Ég hef nú ekki legt það mikið fyrir mig í gegnum tíðina að hlusta á klassíska tónlist,sem ég sé hér með mjög mikið eftir að hafa ekki gert!

Nú þegar að ég er kominn á það stig að þurfa að vita um hvað sinfoníurnar snúast tel ég mig vera kominn með þó nokkurn áhuga
á þessu efni.

Nú er ég búinn að hlusta á níundu sinfoníu Bethowen´s síðast liðnu
þrjá morgna áður en ég byrja að vinna.
Ég tel mig nú ekki vera orðin það kunnugur um klassíkina að geta farið að skrifa einhverja gagnríni um hana.Enn þegar að ég hlusta á þetta stórbrotna verk þá finn ég fyrir krafti,sorg,gleði og drama öllu í senn.Það er bara eitt vandamál.Ég veit ekki um hvað hún er!

Ég yrði mjög þakklátur ef að einhver gæti skrifað í stuttu máli um hvað hún fjallar í svari við þessari grein.

Takk fyrir.
Ósnotur maður