Eitt uppáhalds tónskáld mitt allra tíma er án efa Johann Sebastian Bach. Það besta sem ég geri þegar ég er einn með sjálfum mér er að hlusta á tónlist og þá sérstaklega tónlist eftir hann. Tónlistin hans er drungaleg, áhrifarík, “einföld en samt flókin!?”. Ég held það sé ekkert lag eftir hann sem er happy allt í gegn það kemur alltaf svona ‘erfiður’ kafli. Þetta er týpísk barokk tónlist en segja má að sú tegund af tónlist hafi dáið þegar hann sjálfur lést 1750. Eftir það tók klassíska tímabilið við með Mozart í fararbroddi en það er önnur saga.

Bach samdi gríðarlega mikið en því miður er talið að mikill hluti af því sem hann samdi hefur týnst eða skemmst. Það hefði kannski varðveist betur ef hann hefði verið frægari á sínum tíma eins og hann er í dag. En almennt á þessum tíma (1700+) fannst fólki tónlistin hans of flókin. Til dæmis var annar þýskur samtímamaður hans að nafni Händel miklu frægari en hann starfaði mest í Englandi.

Sem betur fer geymdist samt heill hellingur af verkum Bachs (að semja lag var eins og að drekka vatn fyrir manninn) og eru þau ennþá spiluð á hverjum degi af tónlistarfólki.

Bach var mjög trúaður maður. Hann sagði einu sinni að tilgangur tónlistar væri til að “heiðra guð og hans mikilfengleika” eða eitthvað álíka.

Það er hægt að tala endalaust um þennan snilling en ég ætla bara að tala um 2-3 stykki til að gefa ykkur hugmynd…

*** Toccata and Fuge in d minor, BWV 565 (Orgel) ***
^
Þetta lag er eitt af mest spiluðu verkum hans. Við fyrstu heyrn hugsa flestir ‘dracula’ lagið! Ekki er vitað nákvæmlega hvort það hafi verið samið fyrir Orgel upprunalega. Því ýmislegt bendir til þess að það hafi verið fyrst fyrir fiðlu og síðan útsett á orgelið, jafnvel af nemanda. Ástæðan er sú að það líkist ekki hefðbundnu orgelverkum hans. En það getur líka verið af því hann var frekar ungur þegar hann samdi þetta og stíllinn breyttist síðar meir.

*** Trio-Sonatas (6 stykki fyrir orgel) ***
^
Mæli með þessum léttum og skemmtilegu verkum. Hver sónatan með 3 lög. (1. kaflinn í G dúrnum æðislegur og í Es dúrnum er 3. kaflinn snilld ef spilað í hraðari kantinum).

*** Fantasies and Fuges (fyrir orgel) ***
^
Uppáháldið mitt er (BWV 537) en það er gargandi snilld. Ég heyrði það fyrst á ‘pedal harpsichord’ en það er byggt upp eins og orgel nema alltsaman plokkaðir strengir (líka pedalarnir) sem gefur mjög djúpann bassahljóm. Það var maður að nafni Anthony Newman sem spilaði það og af þvílíkri snilld. Hann skreytir það sundur og saman og er tempóið hratt og stökkvandi með barokk hætti. Endilega hlustið á þetta lag.

*** Mass in b minor ***
^
H moll messan er algjör snilld. Mér finnst hún flottust með hljómsveitarstjórnandanum John Gardiner. Þar er hún jolly og hröð og ‘nákvæm’ á sama tíma. Bach samdi mikið af ‘kantötum’ svokölluðum. Lög með söng og hljóðfæraleik. Mæli einnig með magnificat in d minor í svipuðum stíl.

Ég gæti haldið áfram á sömu nótunum en það myndi ekki segja neitt fyrir ykkur þannig að ég ætla að linka hérna í nokkra MIDI fæla valin af handahófi. Ef ykkur lýst á MIDI fælana reynið þá að redda alvöru upptökum því MIDI er náttúrulega bara crap…

MAGNIFICAT!
http://www.jsbach.net/midi/bwv0 243.mid

Prelude úr enskri svítu númer 3 í g moll
http://www.jsbach.net/midi/bwv808a.mid

Prelude úr selló svítu númer 1 í G dúr (ansi frægt)
http://www.jsbach.net/midi/cs1-1pre.mid

Hið drungalega intro í H moll messunni
http://www.jsbach.net/midi/bwv232/bjsbmm01.mi d

Skemmtilegt lag úr ítölsku svítunni (lag 1 af 3)
í myndinni “Talented Mr. Ripley” var Matt Damon að spila þetta lag
http://www.jsbach.net/midi/bwv971a.mid

Fantasy and Fuge, c minor, BWV 537
http://www.jsbach.net/midi/bwv537.mid

Scicilian o fyrir flautu og sembal..
http://www.jsbach.net/midi/bjs1031b.mid

Jæ ja….Endilega kynnið ykkur þessa frábæru tónlist