Hvað finnst ykkur um að Reykjavíkurborg ætli að hætta að borga með nemendum utan af landi í tónlistarskóla í Reykjavík ?

Ætlar sveitafélagið ykkar að borga fyrir ykkur ?


Vitiði um eitthvað sveitarfélag sem ætlar að gera það ?

Ég hef verið að fylgjast með þessu og verð að segja að það er eiginlega ekkert rétt og rangt í þessu. Ég skil vel að Reykjavíkurborg vilji ekki greiða fullt af pening fyrir okkur en svo aftur á móti meðan við erum í skóla í Reykjavík erum við að leggja margt aftur til borgarinnar með því að spila með hinum og þessum sveitum, ég er td að spila með þrem reykvískum sveitum og svo eru margir lengra komnir nemendur að kenna með skólanum og þá auðvitað í Reykjavík. En svo kemur að því að við klárum skólann og förum til útlanda eða aftur heim út á land (þó flestir séu áfram í Reykjavík)

Auðveldasta lausnin er auðvitað að flytja lögheimilið sitt í Reykjavík en það er samt ekki svo gott fyrir þá sem kannski eiga enga svo nána ættingja í Reykjavík og svo er það dreifbýlisstyrkurinn sem ég allavega má eiginlega ekki missa. Það kostar svo mikinn pening að leigja og lifa í Reykjavík að 140 þúsun kall munar heilmiklu upp á það.

En svo er annað, af hverju eru td FÍH og Tónlistarskólinn í Reykjavík yfir höfuð á kostnað sveitarfélaganna? Ekki eru framhaldsskólarnir það! Tónó og FÍH eru auðvitað framhaldsskólar í tónlist, er það ekki? Þannig að þeir ættu í raun að vera á kostnað ríkisins.

Ég veit um eitt sveitarfélag sem hefur samþykkt að veita styrk og það ætlar að gefa 30 eða 40 þúsund á önn. Það er nú ekki mikið upp í þau 360 þúsund sem mitt nám kostar.

Bara að spá ….