Mauro Guiliani

Mauro Guiliani ásamt Fernando Sor er þekktur sem einn mesti gítarvirtúós 19. aldarinnar. Hann er fæddur í bænum Bisceglie á ítalíu 27. júlí árið 1781. Ungur fluttist hann æasamt bróður sínum til Barletta þar sem hann hóf sitt tónlistanám og þar samdi hann einnig sín fyrstu verk. Hans fyrsta hljóðfæri var selló sem hann spilaði á alla sína ævi. Einnig er talið að hann hafi lært á fiðlu um tíma. Fljótlega tók hann þó ástfóstri við gítarinn og varð fljótt mjög góður flytjandi. Kennarar hans er óþekktir og einnig eru þessi upphafs ár hans á ítalíu á huldu.
Hann giftist Maríu Giuseppe del Monaco og átti með henni drenginn Michael sem er fæddur í Barletta 1801. Eftir stutta búsetu í Bologna árið 1806 fluttist hann frá fjölskyldu sinni til Vínaborgar þar sem hann átti í sambandi við Fraulein Wilmuth og áttu þau saman dóttur, Maríu sem var fædd 1807.
Í Vínarborg kynnst Giuliani hinum klassíska stíl í hljóðfæratónlist og byrjaði hann að semja verk í þessum stíl. Hann ferðaðist um alla evrópu og hélt tónleika og allstaðar fékk hann frábærar viðtökur og verð þekktur sem mikill virtúós sem hljóðfæraleikari og tónskáld. Hann náði miklum árangri og fljótt kominn í hóp best og eftirsóttustu einleikara og tónskálda sem störfuðu í Vínarborg sem var hjarta tónlistar í evrópu.
Giuliani með sínum miklu hæfileikum og dugnaði í tónleikahaldi ruddi á margan hátt braut fyrir gítarinn í evrópskri tónlist síns tíma. Hann þekkti og umgekkst marga mikla tónlistamenn eins og Rossini og Beethoven og lék á tónleikum með fremstu tónlistarmönnum síns tíma í Vínarborg eins og píanistunum Hummel og Moscheles, fiðluleikaranum Mayseder og sellistanum Merk. Einnig spilaði hann á selló í frumflutningi á sjöttu sinfóníu Beethovens 8.desember 1813 (sem dæmi um frægð hans má nefna að aðdáendur hans gáfu út blað honum til heiðurs sem hét “The Giulianiad”). Einnig var Paganini góðu vinur hans en Paganini var afbragðs gítarleikari sem kannski fáir vita. Hann hóf einnig feril sinn sem kennari í Vínarborg og meðal nemanda hans voru þeir Bobrowich og Horetzky.
Árið 1819 neyddistGiuliani til að fara frá Vínarborg, hann var orðinn mjög skuldugur. Hann fór því aftur heim til Ítalíu og eftir stuttar viðkomur í Triste og Feneyjum settist hann að í Róm. Hann tók með sér dóttur sína Emiliu sem var fædd 1813. Hana sendi hann í klausturskóla ásamt eldri dóttur sinni Mariu. honum gekk ekki vel í Róm. gaf aðeins út fáein verk og hélt aðeins eina tónleika. Hann fór reglulega til Naples þar sem faðir hans lá veikur og tókst að gefa út töluvert efni hjá útgefendum þar. Árið 1826 lék hann fyrir Francesco I við hirðina. Upp úr þessu hélt hann oft tónleika með dóttur sinni Emiliu sem var þá orðinn afbragðs gítarleikari.
Í lok ársins 1828 tók heilsu hans að hraka og eftir þrálát veikindi lést hann í Naples 8. maí 1829.
Sem tónskáld var Giuliani mjög hrifin af “þema og tilbrigðaforminu”. Tónlist hans fellur mjög vel að eiginleikum hljóðfærisins og nýtir vel blæbrigði þess og sérstöðu. Hann skildi eftir sig 150 tónsmíðar fyrir gítar með ópus númerum. Þessi verk eru allt frá mjög krefjandi sólóstykkjum til hljómsveitar og kammer verka. Í dag þekkja gítarnemendur vel til æfinga hans sem margar eru partar úr stærri verkum eins og konsertum. Verk hans njóta enn í dag mikillar virðingar og eru flutt reglulega af frægum sólistum. Verk hans marka verulega hvernig nútíma tækni í gítarleik hefur þróast líkt og vinur hans Paganini gerði með verkum sínum fyrir fiðluna.