Franz Strauss (1822-1905) var án efa einn besti hornleikari síns tíma. Dáður af Wagner (en þeim kom ekki vel saman og lentu þeir oft í rifrildum) og var kallaður “Jóakim hornsins” af stjórnandanum og píanistanum Hans von Bülow, hann var einnig faðir eins þekktasta tónskálds tuttugustu aldarinnar, Richard Strauss. Hafið er eftir móður Richards að í hvert skipti sem að hann heirði í fiðlu sem ungabarn þá grét hann en þegar að faðir hans lék á hornið þá brosti hann svo um til muna enda tileinkaði hann föður sínum sínum fyrstu tónsmíðum og voru það tvær Etíður (Etudes) sem að hann samdi aðeins 9 ára gamall eða árið 1873.
Þegar að Richard var orðinn 14 ára gamall samdi hann tvö önnur stykki fyrir solo horn: Alphorn og Introduction, Theme and Variations. Innblásturinn fyrir Alphorn fékk hann frá Franz Schubert en hann samdi árið 1828 verk sem heitir Auf dem Strom og er það fyrir horn, píanó og sópran og var það mjög vinsælt á 19. öld. Það er talið að Strauss hafi á þeim tíma ekki haft hugmynd um hvað Alphorn væri í raun og veru. Eftir að Strauss hafði lokið við að skrifa Introduction, Theme and Variations áttaði hann sig á því að verkið væri hálf óspilanlegt fyrir horn vegna þess að á mörgum stöðum voru stökk yfir tvær áttundir eða frá as til ces (sem er ekki auðvelt að framkvæma á horn) þannig að hann umskrifaði horn partinn (það er mjög líklegt að þegar að hann samdi verkið þá hélt hann að þetta væri ekkert mál vegna þess að faðir hans var afburðarhornleikari).
Richard kláraði sinn fyrsta horn konsert árið 1883 eða 19 ára gamall og var tileinkaður föður sínum Franz en vegna þess að Franz var með asma þá treisti hann sér ekki að spila hann á almanna færi en það hindraði hann ekki að spila hann með Richard á píanóið en vegna þess að faðir hans treysti sér ekki að spila hann á almannafæri þá tileinkaði hann konsertnum Oscar Franz.
Síðasta verkið sem að Richard samdi fyrir horn og píanó bar heitið Andante og var samið í tilefni silvur brúðkaups Föður síns og móður og spiluðu þeir það saman með Richard á píanóið.
Það er ekki vitað hversvegna Strauss samdi sinn annan horn konsert en aðal ástæðan er talin vera sú að hann hafa einfaldlega dáð hornið og fegurð þess. Hann kláraði annan konsertin 59 árum eftir fyrsta eða árið 1942 og var hann tileinkaður Gottfried von Freiburg og er sá konsert allt öðruvísi heldur en sá fyrsti enda var Strauss á tímum fyrsta horn konsertsins ekki búinn að þróa sinn stíl og ef að þið hlustið á þá báða þá heyrið þið muninn.
Þó svo að ég er hér búinn að telja upp hans helstu tónverk fyrir hornið verð ég að minnast á það að öll hans sinfónísku verk, tónaljóðin og fleira eru öll stútfull af hornpörtum og hefur hann alltaf notað hornið til hins ýtrasta og eins og ég mundi orða það hann heldur okkur alltaf uppteknum.

Verk sem að vert er að hlusta á:
Don Juan
Macbeth
Tod und Verklarung
Till Eulenspiegels Lustige Streiche
Sprach Zarathustra!
Don Quixote
Ein Heldenleben
Symphonia Domestica
Eine Alpensinfonie

Heimildir: Richard Strauss eftir Tim Ashley, The Great Composers eftir Wendy Thompson, Classical Music eftir Phil G. Goulding og greinar úr ýmsum tímaritum.
——————————————