Paul Hindemith Þýska tónskáldið, stjórnandinn, fiðluleikarinn og kennarinn Paul Hindemith dvaldist í upphafi síns ferils í Frankfurt þar sem að hann gengdi stöðu fiðluleikara í Óperuhljómsveit Frankfurts árið 1915 til 1923 og á því tímabili stundaði hann nám við tónsmíðar í Hoch Conservatory til ársins 1917.
Árið 1921 voru fluttar tvær eins þátta óperur í Stuttgart og ullu þær eftirtektar almennings á Hindemith vegna umdeildra viðfangsefna þeirra. Á sama tíma var Amar kvartettinn (þar sem að hann lék á víólu) stofnaður af Hindemith og Licco Amar og frumfluttu þeir annan strengjakvartett Hindemiths á Donaueschingen hátíðinni.
Tveim árum seinna var Hindemith boðið að ganga í stjórn Donaueschingen hátíðarinnar og undir hans handleiðslu varð sú hátíð aðal hátíð nýrrar tónlistar í þýskalandi. Á meðan að þessu stóð tók Hindemith upp alveg glænýjan stíl og sjö verkin sem að hann samdi undir nafninu Kammermusik notaði hann barrokk form. Árin 1920 - 1930 (eða fram að valdatöku Hitlers) kenndi hann við Berlin Hochscule fyrir tónlist og hélt áfram að spila á víólu í Amar kvartetnum.
Eiginkona Hindemiths var gyðingur og var það því óumflýjanlegt að Nasistar mundu áreita hann vegna tónlistar hans og vegna þess að hann átti oft vingott meðal tónlistarmanna gyðinga. Nasistar settu Hindemith á svarta listann yfir tónskáld í þýskalandi og voru öll hans verk bönnuð.
Lífið í þýskalandi var erfitt og flúði Hindemith til Tyrklands og hóf að kenna þar í nokkur ár, en árið 1939 settist hann að í New York þar sem að hann hélt fyrirlestra í nokkrum háskólum og var yfirkennari tónlistardeildar Yale. Árið 1953 fluttist hann til Sviss en hann lést í Frankfurt árið 1963.
Hindemith var afkastamikið tónskáld og vildi að hans tónlist væri aðgengileg öllum (þ.e. að hver sem er gæti spilað hana), bæði áhugamönnum og atvinnumönnum. Hann samdi mikið af tónlist fyrir hljóðfæri og líka mikið af kammertónlist.

Helstu verk:
Das Marienleben (1922-3)
Nobilissima visione (1938)
Symphonic Metamorphosis byggt á stefi eftir Carl Maria von Weber (1943)
og óperurnar Cardillac (1926) og Mathis der Maler (1933-4)

Heimildir: The great composers eftir Wendy Thompson
——————————————