PYOTR ILICH TCHAIKOVSKY

Hann fæddist 7. maí árið 1840 í bænum Votkinsk í Úralfjöllum. Faðir hans var námueftirlitsmaður. Pyotr litli byrjaði ungur að æfa á píanó og reyndist afbragðsgóður miðað við aldur. Þegar hann varð 10 ára flutti fjöldskyldan til St. Pétursborgar. 19 ára hóf hann störf hjá dómsmálaráðuneytinu og var þar í fjögur ár, samhliða tónlistarnámi sínu. Árið 1863 lærði Tchaikovsky við Tónlistarháskólann í St. Pétursborg og þremur árum síðar fór hann til Moskvu með útskriftarverðlaun og kantötu nokkra í farteskinu.

Í Moskvu fékk hann prófessorsstöðu við nýstofnaðan tónlistarháskóla og vann þar í um 12 ár. En þó hann kenndi var hann einnig duglegur við að semja og er 1. píanókonsertinn frá þessum tíma sem og forleikurinn að Rómeó og Júlíu. Árið 1875 var 3. sinfónían frumflutt og einnig ballettinn frægi, Svanavatnið. Í árslok 1875 hafði rík ekkja að nafni Nadezhda von Meck haft samband og sagðist vilja styrkja hann fjárhagslega, einfaldlega vegna þess að hún elskaði verk hans. Tchaikovsky sagði að sjálfsögðu „þakka þér innilega, frú von Meck“ (eða eitthvað álíka) og með stuðningi hennar [í 13 ár] lifði Tchaikovsky lífi þar sem peningar voru ekki vandamál.

Tchaikovsky var hommi, en þar sem að samkynhneigð var mikill veikleiki í þá daga þurfti kauði að fela hana með einum eða öðrum hætti. Hann ákvað þess vegna að giftast Antoninu Milyukovu, tónlistarnema. Sambandið milli þeirra gekk hins vegar mjög illa og reyndi hann að fremja sjálfsmorð en á einhvern hátt misheppnaðist það (guð sé lof). Á þessum tíma samdi hann 4. sinfóníuna og óperuna Eugene Onegin.

Á árunum 1878-1884 hætti Tchaikovsky að kenna og snéri sér alfarið að tónsmíðum og samdi mörg afbragðsgóð verk. Til dæmis má nefna Spaðadrottninguna (ópera), Hnotubrjótinn (einn besti ballett allra tíma), og 6. sinfóníuna. Hún var frumflutt 28. október árið 1893. Niu dögum síðar, eða þann 6. nóvember sama ár lést Tchaikovsky. En af hverju lést hann aðeins 53 ára að aldri? Sumir segja að hann hafi [óvart] drukkið kólerumengað vatn, en aðrir vilja meina að hann hafi gert það af ásettu ráði vegna rannsóknar einnar um samkynhneigð hans. Hvort ætli sé líklegra?

TÓNDÆMI

Fyrsta Sinfónían
1. http://som.ript.net/tchai_sin1a.mp3 (i)
2. http://som.ript.net/tchai_sin1b.mp3 (ii)

Sjötta Sinfónían
1. http://som.ript.net/tchai_sin6a.mp3 (i)
2. http://som.ript.net/tchai_sin6b.mp3 (ii)

Óperan Hnotubrjóturinn
1. http://som.ript.net/tchai_blt1a.mp3 (dans sykurplómuálfsins)
2. http://som.ript.net/tchai_blt1b.mp3 (dans leikfangaflautanna)

HEIMILDIR

http://w3.rz-berlin .mpg.de/cmp/tchaikovsky.html