Erik Satie, furðulegasta tónskáld...bara ever! ; ) Erik Satie er fæddur í Frakklandi 1866. Hann var uppreisnarmaður á sínum tíma og hann var mjög svo furðulegur, t.d. hann safnaði harðkúluhöttum!!!(svoldið fyndið ;). Í rómantísku andúð sinni sem þá ríkti skóp Satie sinn eigin stíl, frumlegan, sáraeinfaldan og oft gamansaman og fallegan. Hann hafði góð áhrif á önnur tónskál helst þá C. Debussy. Þróun nýja stílsins reyndist góð fyrir fólk sem vildi “chilla” eða bara skemmta sér.

Þetta er eitt af mínum uppáhalds tónskáldum þó að ég hafi bara spilað eitt lag eftir hann, og ef þú spilar á píanó mæli ég með “1. Gymnopédíuni” það er snilldar verk, en annars fer ég að senda inn tengil þar sem hægt er að hlusta á flest hans meistaraverk, tékkið endilega í hann.

Þekktust eru smáverk hans fyrir píanó, meðal annars
“Trois Gymnopédies” eða Gymnopédíurnar þrjár(1888) en af öðrum má nefna súrrelísku ballettina “Parade”(1917) og “Socrate” eða Sókrates(1918) fyrir fjóra sóprana og kammersveit, byggt á samræðum Platóns.

Erik Satie lést 1925.