Hinn ungi Mozart Johann Georg Leopolds Mozart var tónlistarmaður og
tónlistarstjóri hjá Erkibisknupnum í Salzburg á
átjándu öld. Leopolds fæddist í Augsburg 1719
(14.Nóv) en fluttist til Salzburg til að hefja sinn
feril sem tónlistarmaður. Leopolds hitti þar Anna
Maria Pertl huggulega stúlku sem var árinu yngri en
hann. Þau giftu sig svo 1747 (21.Nóv). Fyrstu fimm
börn Önnu og Leopolds dóu innan sex mánaða og var
barnadauði mikill á þessum tíma svo það þótti ekki
svo óeðlilegt og hafa hjónin eflaust náð að vinna úr
þeim harmleik. Þrátt fyrir það náðu þau að ala tvo
einstaklinga. Þau Maria Anna Walburga Ignatia Mozart
(30.Júlí 1751) og Johann Chrysostom Wolfgang Gotlieb
Mozart (27.Janúar 1756). Hér sést greinilega vantar
Amadeus nafnið en það kann að skýrast sökum þess að
Gotlieb þýðist Amadeus á Latínu og þýðir “Guðs
lofaður” (að vera í guðs náð). Tók Mozart upp þetta
nafn þegar hann varð fullorðinn maður.
    Bæði voru börnin mjög hæf í tónlistinni en
þrátt fyrir að Maria Anna væri eldri en Wolfgang þá
skyggði hann fljótt á hana með sínum frama. Ekki veit
ég hvor var betri tónlistarmaður en Wolfgang hafði
forskot því hann var strákur á þessum karlveldistíma
og spilaði sín eigin verk svo hann hefur eðlilega
fengið meiri athygli. Meiri hluta æfinnnar vann Maria
Anna við piano kennslu.
    Það var ekki fyrr en Maria var orðin sjö ára sem
Leopolds datt í hug að kenna þeim á hljóðfæri. Hann
byrjaði að kenna Mariu á píanó og gekk það vel og
fékk þriggja ára Wolfgang einstakan áhuga á þessu
hljóðfæri líka. Þegar hann átti þrjá daga í að verða
fimm ára tók hann sig til og spilaði sitt fyrsta lag
og tók það aðeins hálfa klukkustund fyrir hann að
læra það. Wolfgang gekk ótrúlega vel í lærdómnum og
leið ekki á löngu þar til hann samdi sitt fyrsta lag
sem var saman stóð af 6 töktum í C-dúr. Í kjölfarið
komu mörg stutt verk í viðbót sem lofuðu engu nema
góðu frá drengnum.
    Janúar 1762 tók Leopolds littlu systkinin til
Muchen og þar spiluðu þau þar fyrir hirð Bavaríu. Frá
þessu ferðlagi er lítið að segja en það virðist sem
hlustendur hafi verið sáttir en ekki þótt systkinin
neitt einstök. Þegar þau komu aftur frá þessu þriggja
vikna ferðalagi hófst faðir þeirra strax handa við að
undirbúa næsta ferðalag. Þann 15. September sama ár
leggja þau svo aftur af stað en nú til Vínar. Í þetta
sinn eru áheyrendur heillaðir upp úr skónum og eru
þau ekki fyrr komin heim þaðan en það er komið mikið
umtal um þau í Vín og eru Vínarbúar spenntir að fá
unglömbin aftur.
    Wolfgang lærði líka á fiðlu í æsku og spilaði
hann víst á hana í Vínarborg en svo virðist sem hann
hafi aldrei samið neitt á hana fyrr en síðar á
lífsleiðinni. Leopolds var fiðluleikari og var
kennari Wolfgang á bæði fiðluna og píanóið. Ekki nóg
með að faðir Wolfgangs væri kennari hans heldur var
hann strangur kennari og náðu Leopolds og Wolfgang
aldrei að tengjast almennilegum böndum. Sumir vilja
meina að hann hafi verið of harður og að það hafi
bitnað á síðari árum Mozarts en aðrir vilja segja að
Mozart hefði aldrei náð þeirri snilli án hinnar hörðu
hendi föður síns. Hvernig sem faðir hans hefði átt að
vera eða hvernig sem hann var þá skapaði hann einn
mesta tónlistarsnilling sögunnar.