Ludwig Van Beethoven var, og er, einn af mikilfengnustu tónskáldum allra tíma. Enginn annar í tónlistarsögunni hefur samið eins áhrifarík og öflug lög, og má með sanni segja að hann hafi haft ein mest áhrif á þróun tónlistar eins og hún er í dag.

Ludwig fæeddist í Bonn í Þýskalandi árið 1770. Faðir hans, sem var mikill tónlistaráhugamaður vildi móta son sinn til þess að verða næsti Mozart. Þó pabbi hans reyndi og reyndi, þá gat hann ekki fengið son sinn til þess að taka upp stíl mozarts, en Ludwig sýndi samt að hann hafði óvenjulega góða hæfileika. Hann lærði á Píanó, orgel og fiðluna mjög ungur, og þegar hann var orðinn 14 ára var hann orðinn það góður að hann var áskipaður aðstoðarorganisti í kirkju. Þar byrjaði hann að semja og fékk góða leiðsögn frá yfirorganistanum.

Það leit allt út til þess að Beethoven yrði aðalorganisti krikjunnar eftir nokkur ár og hefði það gengið eftir þá væri nútímatónlist eins og við þekkjum hana allt öðruvísi. Í stað þess að halda sig hjá kirkjunni fór Ludwig 17 ára gamall til Vienna að læra tónsmíðar. Ludwig neyddist í raun til þess að fara þangað, því fjölskyldulífið var í rústum þar sem mamma hans dó og skildi hann eftir hjá föður sínum, sem var alkóhólisti.

Í Vienna lærði Beethowen fyrst hjá mjög virtu tónskáldi að nafni Franz Josep Haydn. En eftir stuttan tíma fór honum að leiðast hjá meistaranum og fór til annara kennara. Aðal ástæðan var sú að honum hafi ekki líkað vel við kennsluaðferðir hans sem áttu að hafa haldið aftur að honum.

Hjólin byrjuðu að snúast fyrir Beethowen þegar hann var orðinn 25 ára gamall. Þá fyrst heyrði Mozart í honum. Mozart lét hann fá stef sem hann sjálfur hafði samið og vildi heyra hvernig Beethowen gæti notað það og spunnið í kringum það. Eftir að Beethoven hafði leikið af fingrum fram gapti mozart af undrun, hljóp inn í næsta herbergi og sagði æstur vinum sínum að þessi maður ætti einn daginn eftir að verða frægur.

Fyrstu sónötur Beethovens voru umdeildar. Þó svo þær voru ekki eins góðar og hjá samtímamönnum hans, Mozarts og Haydn, þó voru fyrstu konsertar hans og fyrstu tvær sinfoníurnar alveg tímamótandi. Alveg ekta Beethoven, tilkomumikil, umfangsmikil, löng og fersk. Sónötur hans voru rífandi en samt mjúkar, kaldar en samt heitar. Þau mörkuðu tímamót í sögu tónlistar, þar sem tónlsitarmenn opnuðu sig meira. Það má segja að Beethoven hafi frelsað músíkina að sumu leiti, Beethoven var þessi maður, hann var frelsarinn í bland við geðveika manninn. Enn fremur er hann álitinn faðir rómantísku-stefnunar.

Þegar Beethoven var kominn yfir fertugsaldurinn var frægð hans að ná hámarki. Á þessum tíma byrjaði heyrnarleysið að gera vart við sig, og það kom svo fljótt að hann steyptist í þunglyndi og gat vart spilað verkin sín. Hann dró sig verulega úr öllu félagslífinu og hætti nánast að koma fram.

Þarna, einmitt þarna, byrjaði það. Þessi sjúki hugur hans byrjaði að búa til tónlist sem gerði nútímamenn hans dolfallna. Um 1820 var hann orðin fullkomlega heyrnalaus og gerðist hann einsetumaður. Hann dó, 7 árum eftir það, eftir að hafa liði miklar sálarkvalir útaf heyrnarleysinu sem hafði rænt honum hæfileikanum til þess að njóta tónlistar sinnar.

Maðurinn samdi yfir 700 verk, og voru mörg þeirra svo mikil meistaraverk að fátt eða ekkert hefur komið frá öðrum tónlistarmanni sem jafnast á við verk Beethovens.
3 Sinfonía Beethovens, 5 Sinfonía Beethovens, Fur Elise og 7 aðrar sinfoníur, 7 konsertar, 17 strengjakvartett verk, 32 píanósónetur, 10 sónettur fyrir fiðluna, 5 sónettur fyrir selló, 2 messur, ópera og margt margt fleiri mun lifa í hjörtu fólks um ókomna tíð.

-Sblender
p.s. Er er frekar sifjaður þegar ég skrifa þetta (er að læra undir próf) svo ekki bögga mig á stafsetningunni eða málfræðinni, takk takk :D