Ég játa, ég er komin í jólaskap og þætti ekkert skemmtilegra en að setja myndasamkeppni í gang hér til að ýta undir stemmninguna.

Þemað er Jólakettir og þið ráðið hvernig þið túlkið það. Einu reglurnar eru að myndin tengist jólunum og köttum.

Hver og einn má senda inn 2 myndir sem verða að vera í hlutföllunum 350*263 pixlar eða minni. Myndirnar skal senda inn á eftirfarandi netfang stelpuskott@gmail.com og meðfylgjandi upplýsingar skulu fylgja:

1. notendanafn á huga
2. nafn katta(r)

Einnig má fylgja með nafn á myndinni ef þið viljið.

Að sjálfsögðu má ekki gleyma því að eingöngu má senda inn myndir sem þið hafið tekið og eigið þar af leiðandi höfundarétt á. :)

Myndirnar verða svo birtar hér inni 2. í aðventu (7. desember) og verður kosning fram að 3. í aðventu (14. desember) en þá verður sigurvegari tilkynntur. Síðasti skiladagur mynda er því fyrir miðnætti þann 6. desember.

Aldrei að vita nema það verði verðlaun í boði svo endilega takið þátt!

Hóhóhó Girlygirl í jólastuði!
Just ask yourself: WWCD!