Ég fann þessa grein á dagfinnur.is og fannst ég verða að deila henni með ykkur!

Kettir
Á gamlársdag, gamlárskvöld, nýarsdagskvöld og þrettándann er æskilegt að halda köttum inni við. Gott er að útbúa fyrir þá aðstöðu, skjól í einhverju rými sem þeir þekkja og finna til öryggistilfinningar. Kettir sækja gjarnan í dimm skot, til dæmis undir rúmi, inni í skáp eða þessháttar stöðum. Það er mikilvægt að passa að kötturinn sé inni allann daginn á gamlársdag, þar sem margir virðast byrja að sprengja strax eftir morgunmatinn. Gott er að draga fyrir glugga í herberginu þar sem kötturinn er og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur að utan hafi minni áhrif.

Ekki er ráðlegt að gefa köttum róandi lyf um áramót, nema í undantekningartilfellum. Til að fá róandi lyf fyrir köttinn þarf að leita tímanlega til dýralæknis.
Just ask yourself: WWCD!