Þvagstífla Þvagstífla er þegar kötturinn á erfitt með að pissa .
Þvagteppa getur stafað af þvagsteinum, stíflu í þvagrás eða blöðrubólgu.
Um 3 af hverjum 100 köttum fá þvagstíflu einhverntímann um ævina. Geltir fressir eru í meiri hættu með þvagstíflu.
Þvagstífla er einnig algengari hjá yngri köttum, milli tveggja og sex ára.
Þegar kötturinn þinn fær þvagstíflu fer hann oft í sandkassann eða út að pissa án þess að mikið þvag komi frá honum.
Það litla sem kemur frá honum er oft dökkt eða blóðlitað. Kötturinn virðist vera að rembast eins og væri með hægðarteppu og jafnvel hljóða af sársauka eða sleikja sig að aftan.
Kötturinn getur líka byrjað að pissa utan kassans.
Ef þvagrásin er alveg lokuð getur þrýstingur í blöðrunni sprengt blöðruna.
Mikilvægt er að fara með köttinn til dýralæknis fljótt.

Tekið af Ráðleggingum Dagfinns.
****************************
“The more people I meet the more I like my cat.”