Hlutir til að hugsa um áður en köttur kemur á heimilið. Ef málin standa þannig núna að köttur er hentugt gæludýr og fjölskyldumeðlimur, þá þarf að hugsa um hvernig kött þú vilt, og hvaða tegund hentar þér best.

Fjörugur köttur?
Ertu að leita að fjörmiklum og orkufullum ketti? Eða þarftu kött
sem er rólegri og barngóður og blíður? Eða kött sem er vanur geltandi hundum og öðrum dýrum? Kannski viltu kött sem er rólegur, kelin og vill lúra sér hjá þér og sofa uppí hjá þér á nóttunni?

Fullorðin eða ketling?
Hugleiddu að ættleiða fullorðin kött. Fullorðin köttur er orðin fullþroskaður og með mótaðan persónuleika, þannig þú veist hvernig köttur þetta er sem þú ert að taka inná heimilið.
Fullorðin köttur er yfirleitt alltaf fljótur að aðlaga sig að nýja
heimilinu og fer að móta tengsl við heimisfólkið fljótt, og þessi tengsl eru alveg jafnsterk og ef þú hafðir fengið kettling.
Þegar þú tekur af þér kettling, hefur þú ekki hugmynd um hvernig
hann kemur til með að vera sem fullorðin köttur, hvort hann sé kelin, finnst gaman að leika sér við þig, og bara allur persónuleiki kattarins á eftir að koma í ljós.

Kettling þurfa á miklu athygli að halda, og þú þarft að gefa þér góðan tíma til að leika við þá (eins og fram kemur í grein icecat hér fyrir neðan :) Einnig getur kettlingur ekki verið að fullu kassavanur, og það getur verið stórt vandamál ef kettlingurinn hefur óvart gert stykkin sín einhverssaðar annarsstaðar en í kassanum, þá getur hann haldið að það sé kassinn hans.

Og svo má ekki gleyma að kettir þurfa að fara reglulega til dýralæknis, í sprautur, geldingu, og bara almenna skoðun.

Högni eða læða?
Þegar það er búið að gelda köttinn, er ekki neinn mun að sjá að kynjunum. Hvorugt kynin er meira kelin, meira félagslynt, eða fjörmeiri en hitt kynið eftir það hefur verið tekið úr sambandi.

En ógeltur köttur af báðum kynjum geta verið erfiðir í umgengni.
Ogeltur högni gerir mikið að því að “sprauta” og merkja svæðið sitt, með því að sprauta þvagi á gólf, veggi, og húggögnum, með tilheyrandi ólykt.
Ef þeim er hleypt út þá eru þeir mikið úti, og slást við aðra ketti um yfirráðasvæði.
Ogeltar læður eiga það líka til að merkja sér svæði með þvagi, en það er ekki alveg eins slæm lykt, en samt ógeðsleg.
Læður sem eru að breima geta verið mjög þreytandi, þær góla, mjálma og væla mikið í nokkra daga. Breima læða dregur að sér högna sem safnast saman fyrir utan húsið, og endar það yfirleitt með slagsmálum.
Geldir kettir eru milkiu betri og heilsuhraustari gæludýr.

Mundu að það eru margir staðir sem þú gætir fengið þér kött, en í Kattholti eru margar munaðarlausar kisur sem vanta gott heimili.

Takk fyrir mig í bili :)

KV. Betababe

Lauslega tekið og þýtt af www.petsmart.com
Before you criticize someone you should walk a mile in their shoes…