Er nauðsynlegt að bólusetja ketti ? Er nauðsynlegt að bólusetja ketti ?

Sumir halda að það sé ekki nauðsynlegt að bólusetja ketti,að því það séu engir alvarlegir smitsjúkdómar á Íslandi sem þarf að hafa áhyggjur af .
En Því miður eru alvarlegir smitsjúktdómar á Íslandi :(
Það þarf skilyrðislaust að bólusetja ketti og hægt er að bólusetja fyrir eftirtöldum sjúkdómum:

1.Kattarfár (Feline panleukopenie) .
Áður en tókst að búa til bóluefni gegn þessum sjúkdómi var þetta ein helsta dánarorsök katta.
Sjúkdómurinn er einkum hættulegur kettlingum og ungum dýrum og veldur alvarlegum uppköstum og niðurgangi, sem getur leitt dýrið til dauða á 3-5 dögum eftir að einkenna verður vart.

2.Kattainfluenza (feline rhinotracheitis, feline calcivirus) Kattainfluenza er sjaldan banvæn, nema í mjög ungum köttum og þá helst þeim sem eitthvað eru veilir fyrir. Einkenni eru lík slæmu kvefi hjá mannfólkinu, það rennur úr augum og nösum.
Smitaðir kettir geta borið vírusinn með sér þó án þess að sýna einkenni og gerir það baráttuna við sjúkdóminn erfiðari.
Vert er einnig að geta þess að einnig er á markaðnum bóluefni (Felovax IV Vet) sem auk áðurnefndra sjúkdóma veitir vörn gegn chlamydiu sýkingum en það er notað í minna mæli.

Við fæðingu eru kettlingarnir verndaðir gegn mörgum smitsjúkdómum með mótefnum, sem kettlingarnir fá í gegnum broddmjólk móðurinnar fyrstu klukkutímana eftir fæðingu.

Þess vegna þarf ekki að bólusetja köttinn fyrir 8 vikna aldur því litla þýðingu, mótefnin gera bóluefnið óvirkt.
Eftir u.þ.b. 7 vikur fer magn þessara mótefna hins vegar lækkandi og þá fer að verða tími fyrir fyrstu bólusetninguna ca 8 - 12 vikna.
Sú bólusetning er síðan endurtekin 3 - 4 vikum síðar og þá telst kötturinn grunnbólusettur.
Fram að þeim tíma er kötturinn raunverulega ekki verndaður gegn ofantöldum sjúkdómum og ætti að forða honum frá samneyti við aðra utanaðkomandi ketti.
Árleg endurbólusetning er síðan nauðsynleg.
“The more people I meet the more I like my cat.”