Gelda má ketti við 6-9 mánaða aldur. Kostir þess eru aðallega þeir að kötturinn verður rólegri og þvaglykt verður oft daufari. Þeir verða heimakærari, lenda minna í slagsmálum og síðast en ekki síst þá spornar það við offjölgun katta sem er því miður orðið mikið vandamál. Má þar bara benda á Kattholt og auglýsingar um gefins ketti sem blasa við manni allstaðar.

Ég lenti í að læðan mín stakk af heiman og kom heim kettlingafull og eignaðist 6 kettlinga, skömmu síðar stakk hún aftur að heiman og í það skiptið komu 5 kettlingar. Við vorum samt með hana á pillunni en þar sem hún lét ekki sjá sig dögum/vikum saman þá gekk það ekkert rosalega mikið upp. Fór bara á flandur um sveitina og ómögulegt að finna hana.

Kettir fá að fara heim samdægurs og tekur yfirleitt um nokkra daga fyrir þá að jafna sig eftir aðgerðina.

Ég hef oft heyrt að læður þurfi að eiga kettlinga áður en þær eru teknar úr sambandi en það er algert bull. Einnig að skapgerð kattanna og hegðun breytist en ég held að mestu leyti að það séu bara sögusagnir sem eiga við lítil rök að styðjast. Allavega hef ég ekki tekið eftir neinum breytingum hjá þeim köttum sem ég veit til að hafa verið geldir.

Ég mæli hiklaust með að fólk láti gelda kettina sína, sérstaklega ef þeir vilja ekki að þeir fjölgi sér.

Kveðja,
catgirl