Hvernig sjá kettir? ég fann mjög góða grein á http://www.visindavefur.hi.is og vildi deila þessu með ykkur :)

Sjón katta er ákaflega vel þróuð. Kettir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir en slík sjón er algeng hjá rándýrum því þau þurfa að meta fjarlægðir og afstöðu hluta í rúmi til dæmis þegar þau eru á veiðum. Rannsóknir á sjón katta bendir til þess að þeir séu frekar nærsýnir þannig að veiðidýr eða hlutur sem er nálægt þeim grípur athygli þeirra en fjarlægari hlutir fara fram hjá þeim. Í augum katta eru bæði svokallaðar keilur og stafir. Stafir og keilur eru sérhæfðar frumur sem nema ljós og senda taugaboð upp í heila. Frumurnar eru viðkvæmar og þess vegna stjórna augun því ljósmagni sem berst þeim með því að draga saman ljósopin í birtu og stækka þau í dimmu, eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssyni við spurningunni Af hverju eru augun í fólki oft rauð á ljósmyndum?
Stafirnir nýtast köttum í myrkri við það að greina snöggar hreyfingar í umhverfinu en keilurnar nýtast í birtu sérstaklega við greiningu á litum. Kettir hafa fleiri stafi en keilur öfugt við okkur mennina sem gerir það að verkum að kettir sjá mun betur í myrkri en við.

Kettir geta greint liti en litaskynjun þeirra er ekki jafn þróuð og hjá prímötum. Rannsóknir benda til þess að kettir sjái liti eins og fjólubláan, bláan, grænan og gulan frekar en liti á hinum enda litrófsins eins og rauðan og appeslsínugulan eins og sjá má á myndunum.

Hjá köttum virðist rauður vera svartur eða mjög dökkur en grænn virðist fölgrænn enda liggur grænn við jaðar sjónskynjunar kattarins. Litaskyn hunda er svipað.

Grein tekin af : http://www.visindavefur.hi.is
“The more people I meet the more I like my cat.”