Þetta var hann Fjölnir minn áður en hann dó. Ég sakna hans mjög mikið og ég vona að honum líði vel.
Þetta er hún Matthildur, hún verður 11 ára í maí næstkomandi. Hún er drottningin á heimilinu og allt er gert eftir hennar höfði. Hún stjórnar með harðri hendi henni Veigu 2 ára og tíkinni Doppu 3 ára ásamt mannlegu sambýlisfólki. Hún leikur sér ennþá svolítið en einbeitir sér aðallega að því að hrekja aðra ketti út úr götunni sinni sem hún á náttla með húð og hári :)