Af hverju.. Af hverju þurfa kisur að leggjast akkúrat á staðinn þar sem maður er að gera eitthvað?
Ég var að reyna að teikna um daginn, kemur hún og leggst á blaðið. Ég ákveð að færa hana á annað blað við hliðina á mér, hlýtur að virka eins á hana..en nei hún stendur upp og færir sig til baka. Svo ég færi hana í kjöltuna á mér. En nei, hún færir sig til baka ofan á blaðið. Svo ég gefst upp og læt hana vera og hún sefur þarna í svona hálftíma.