Veit ekki hve actív þessi síða er en þar sem ég er búin að auglýsa á kattholti, dýrahjálp og á bland.is þá sakar ekki að auglýsa hér líka. Allt getur hjálpað að fá kisustrákinn minn heim.

Þetta er hann Móri, hann er annar af kisubræðrum sem ég á og hans er sárt saknað.  Þetta er kisinn sem gefur mér laufblöð sem hann "veiðir" úti, kúrir á bringunni minni þegar við horfum á sjónvarpið, er óóóður í kisunammi en matvandur með flest annað sem er ekki kattamatur og fer svo með okkur karlinum í göngutúra ásamt bróður hans Loka.

En hann Móri minn hefur ekki sést síðan um 1. maí sl. Þetta er kisi sem hefur alltaf haldið sig í kallfæri frá íbúðinni okkar á Háaleitisbrautinni og bara einu sinni lent í að hann hvarf í 2 daga. Hann er einstaklega blíður og gæfur og vinur allra. Hann og bróðir hans Loki (sem er líka svartur en minni) fara iðulega í göngutúra um hverfið og ekki vantar forvitnina í þeim. Móri gæti hafa elt einhvern áhugaverðan heim, eða verið tekin upp og settur svo niður á öðrum stað og ef til vill ekki ratað til baka. Einnig hef ég áhyggur að Móri gæti hafa farið inn einhverstaðar og ekki komist aftur út. Svo mig vantar að fólk athugi geymslur, bílskúra og álíka staði sem forvitnir kisukjánar gætu troðið sér inn í.

Hann er ca. 4 ára högni með gul augu, með einstaklega fallegan svartan feld, er í stærra lagi miðað við venjulegan heimiliskött og með langt skott. Hann er með silfraða ól með fjólubláum hjörtum á, tveimur bjöllum og svo blátt merki með helstu upplýsingu. Einnig er hann með hvíta flóaól. Hann er einnig örmerktur og hægt er að láta skanna merkið hjá dýralækni eða hjá Kattholti. Móri er einnig byrjaður að fá nokkur einstaka hvít hár á bringunna.

Ég er búin að auglýsa á n etinu, ég er búin að öskra mig hása í göngutúrum um hverfið mitt og hverfin í kring og í dag kláraði ég að setja upp auglýsingar á hina ýmsa staði umhverfis svæðið okkar. Núna vantar mig hjálp þína að hafa augun opin og láta vita ef þið sjáið eða vitið af þessum litla prakkara því það er alveg grátið af söknuð hérna heima.

Við viljum kisustrákinn okkar heim :(

Hægt er að hafa samband við mig í cilitra@gmail.com eða í s. 6966740

Með fyrirfram þökk
Berglind
 

cilitra.com