Móri minn en týndur Sæl verið þið

Þetta er hann Móri. Hann ætti að vera ný orðinn 5 ára gamall en er búinn að vera týndur í rúma 3 mánuði, ég hef leitað hanns og sett upp auglísingar á fb og barnaland sem hafa skilað takmörkuðum árangri, en þó hef ég frétt af honum um bæinn, eða köttum líkum honum.
Eins og sésst þá er hann kolsvartur en þó með brúnan blæ í feldinum. Hann Móri er frekar stór og fallegur köttur. En þrátt fyrir stærð er hann lítill inní sér.
Ég er að setja þessa auglísingu upp í þeirri von að einhver hafi séð til hanns eða veist til hanns í hverfinu hjá einhverjum í götunni þinni. Ég hef heyrt af honum í kópavogi og síðan í grafarvoginum, en upprularlega átti hann heima í Mosfellsbæ, það eru grunsemdir að kattaníðingar í hverfinu mínu í Mosó hafi náð til hanns og keyrt hann frá Mosó.
Hann Móri getur verið var um sig en stennst ekki freistingar þegar honum er boðið harðfisk og er frekar tjágjarn í mjálmi. Hann er ekki með ól en er þó örmerktur.

Ég sakkna hanns rosalega mikið og óska þess heitt að ef þú vitir til hanns væri frábært að fá að heyra frá þér, enþá betra ef hægt væri að lokka hann inn svo hægt sé að sækja hann.

Til að ná í mig getur þú svarað hér, sent mér pm, hringt í mig eða sent mér email.

eldoro@live.com
6949468

Með kveðju
Halldór Má