Góðan Dag, ég hef átt margar kisur og aldrei neinn jafn slæmann og þennan,

ég gerði þráð fyrir stuttu og spurði hvort hann væri geðveikur, og fólk sagði þetta ætti eftir að lagast með aldri, en þvi miður hefur þetta farið versnandi,
hann er orðinn óttarlega frekur hann bítur og klórar ef við erum að borða til þess að reyna fá mat og ef hann nær að taka bita og við ætlum að taka það af honum þá kvæsir hann og urrar á okkur sem viðvörun um að hendin sé komin of nálagt og ef við setjum hana nær þá bítur hann til blóðs og setur neglur og þá erum við að tala um bitför sem eru alveg til blóðs og klór, svo hleypur uppá borð, útum allt gólf ræðst á húsgögn bítur þaug og klórar,
svo þegar maður skammar hann þá er honum alveg sama og lætur eins og ekkert sé og heldur áfram,
við höfum reynt að setjan út í vonum að þetta lagist en hann er greinilega ekki kötturinn í það þarsem hann kemur bara aftur eða fer ekki út eins og hann þorir ekki að vera úti,

hvað er hægt að gera fyrir þetta litla grey? mamma sagði það væri best að láta lóga greyinu því það myndi enginn vilja eiga kött sem er skemmandi húsgögn og allan fjanda sem hann kemst í,

veit ekki hvort þetta skipti máli en þegar köttur frænkuminnar kemur í heimsókn þá er hann alveg rólegur og alveg sama en er samt alltaf að hafa gaman afþví að koma nær og nær honum þótt köttur frænkuminnar sé alveg 3x stærri (stæðsti köttur sem ég hef séð á lengd og hæð)og hann er skíthræddur við minn kött kvæsir á hann á meðan minn leikur sér bara að fara nær honum.
endilega komið með ráð.. eru til lyf eða eitthvað annað? vill helst ekki þurfa láta lóga honum.