Sæl, í gærnótt þegar ég var að klára vakt um nóttina fann ég litla svarbrúna læðu undir einum bílnum hjá okkur, hún vældi mjög mikið enda mannvonskuveður uppi á keflavíkurflugvelli í gærnótt, rok og rigning og hún hríðskalf.

Ég tók hana með mér heim þar sem að hún róaðist helling og kúrði hjá okkur í alla nótt.

Við fórum með hana til dýralæknis í morgun og þar var okkur sagt að þetta væri læða og að hún væri ekki örmerkt.

Ég myndi taka hana að mér sjálfur, en við eigum 2 ketti fyrir og 3 í litlu fjölbýli er frekar mikið.

Hún er einnig kassavön, tókum eftir því í nótt.

Hérna eru myndir:
http://a3.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/264342_10150247495333467_781003466_7316650_8237892_n.jpg

http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/259798_10150247495418467_781003466_7316652_7996119_n.jpg

http://a2.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/259985_10150247495638467_781003466_7316657_5727394_n.jpg

http://a7.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc6/260216_10150247496178467_781003466_7316671_7974461_n.jpg

Ef þú hefur áhuga á því að taka þessa elsku að þér, hafðu þá samband í síma: 8476098 eða 8471772 eða þá í emailið: oddur333@gmail.com

Takk fyrir. :)