Góðan dag,

Staðan hjá mér er þannig að við eigum kött, en svo fluttum við um daginn í hús ekki langt frá þar sem við bjuggum áður en kötturinn okkar var ekki alveg til í að flytja á sama tíma þannig að hann hélt áfram að fara á gamla staðinn, sem var svo sem í lagi því við eigum hann ennþá, og ég setti bara mar og svona þar handa honum, en svo eiginlega hætti hann líka að koma þanngað, og svo vorum við að finna hann aftur núna eftir að hann er búinn að vera úti á flakki í svona c.a. mánuð..

Þegar ég rakst loksins á hann úti , þá var hann frekar svona styggur og það var svona eins og hann vissi ekki alveg hver ég væri fyrst en svo þegar ég flautaði og kallaði á hann og fór mjög rólega að honum þá kom hann til mín og ég gat þá tekið hann og sett hann inní bíl.

Nú hinsvegar virðist hann vera orðinn svona semi-villiköttur, urrar oft þegar maður klappar honum og hann urrar líka núna bara ef hundurinn okkar kemur nálægt honum (þeir sváfu yfirleitt saman áður og voru fínir vinir).. Og svo er vill hann bara fara aftur út, en ég svona er ekki alveg viss um að hann komi þá til með að koma aftur heim..

Þarf ég bara að hafa hann lokaðan hérna inni heima í nokkra daga eða er hann bara orðinn villiköttur ?